Innlent

Enn hægt að næla sér í landsliðstreyjur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki er öll von úti fyrir þá sem ekki fengu landsliðstreyjuna íslensku í gær.
Ekki er öll von úti fyrir þá sem ekki fengu landsliðstreyjuna íslensku í gær. Vísir
Ekki er öll von úti enn fyrir þá sem ekki gátu nælt sér í landsliðstreyju íslenska landsliðsins í fótbolta í gær þegar verslanir opnuðu eftir að ný sending barst til landsins.

Mikil eftirvænting var eftir treyjunum og mynduðust langar biðraðir fyrir utan verslanir Ellingsen, Músík & Sport og Jóa útherja sem opnuðu sérstaklega í gær til þess að selja treyjurnar sem komu til landsins degi á eftir áætlun.

Verslun Intersport á Bíldshöfða mun selja sinn skammt og opnar verslunin klukkan eitt og þá er eitthvað eftir af barnastærðum í verslun Músík & Sport í Hafnarfirði. Treyjurnar seldust hins vegar upp á tuttugu mínútum í Ellingsen í gær.



Röðin við Jóa útherja í gær.Vísir
Bríet Pétursdóttir, eigandi Músík & Sport, segist ekki muna eftir viðlíka spenningi fyrir treyju og íslensku landsliðstreyjunni nú og að fólk næli sér í venjulega bláa íþróttaboli takist ekki að kaupa sér landsliðstreyjuna.

„Það vilja allir vera með, hvort sem þeir eru í Frakklandi eða á Arnarhól, menn vilja vera í litnum og fólk er að kaupa venjulega bláa íþróttaboli þegar það nær ekki í landsliðstreyjuna,“ segir Bríet sem hlakkar til að taka á móti strákunum okkar þegar þeir koma heim eftir mótið í Frakklandi.

„Það er vonandi að við komust áfram í kvöld en það er sama hvað gerist, strákarnir eru miklir sigurvegarar og það verður ótrúlega gaman að taka á móti þeim þegar þeir koma heim.


Tengdar fréttir

Löng röð við Jóa útherja

Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×