Íslenskur stuðningsmaður varð fyrir fólskulegri árás á O´Sullivans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 12:08 Arnar Þór Gíslason fagnar því að augun hafi sloppið þegar enskur stuðningsmaður réðst á hann upp úr þurru í gærkvöldi. „Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15
Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15
Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30