BA-ritgerðin Syndir holdsins: „Þetta er ekki klám heldur ofbeldi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júlí 2016 13:30 Ritgerðin Syndir holdsins fjallar um stafrænt kynferðisofbeldi og var lokaverkefni Huldu í stjórnmálafræði. „Ég myndi vilja að það yrði miklu meiri fræðsla um stafrænt kynferðisofbeldi, bæði hjá unglingum og fullorðnum,“ segir Hulda Hólmkelsdóttir í samtali við Vísi. Hulda skilaði í vor BA-ritgerð sem bar titilinn Syndir holdsins. Í ritgerðinni er leitast við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi auk þess að velta upp mögulegum viðbrögðum og úrræðum um hvernig sé hægt að bregðast við. Ritgerðin var lokahnykkurinn á BA-nám Huldu í stjórnmálafræði með ensku sem aukagrein en hún segir að hún hafi gengið með hana í maganum í nokkurn tíma. „Ég var aðstandandi þolanda stafræns kynferðisofbeldis,“ segir Hulda. Þar á hún við Tinnu Ingólfsdóttur en Tinna sagði frá reynslu sinni árið 2014, aðeins mánuði áður en hún varð bráðkvödd.Sjá einnig:„Bara ef hún hefði fengið aðeins meiri tíma“ Í ritgerð sinni notar Hulda orðasambandið „stafrænt kynferðisofbeldi“ yfir hlut sem hingað til hefur verið kallaður hefndarklám eða hrelliklám. „Það hefur alltaf verið talað um þessar myndir sem einhverja tegund af klámi. Málið er að þessar myndir eiga miklu meira sameiginlegt með kynferðisofbeldi en klámi.“Afleiðingarnar svipaðar og hjá þolendum kynferðisofbeldis Hulda bendir á að ungt fólk öllum kynjum sé að taka af sér nektarmyndir í nokkuð jöfnum mæli og strákar í raun örlítið oftar. Þrátt fyrir það eru þolendur stafræns kynferðisofbeldis konur í um níu af hverjum tíu skiptum. Lendi strákar í slíkri dreifingu eru afleiðingarnar léttvægari og litið á myndina sem einhver strákapör. Stelpur lendi á móti oftar í því að vera stimplaðar druslur vegna slíkra mynda. „Afleiðingarnar af dreifingu slíkra mynda getur svipað mjög til þess sem fólk upplifir eftir kynferðisofbeldi. Kvíði, átröskun, þunglyndi og áfallastreituröskun gera oft vart við sig. Þetta er oft gífurlegt áfall sem fólk þarf að vinna úr hver á sinn hátt,“ segir Hulda. Í ritgerðinni bendir hún hins vegar á nokkra eiginleika stafræns ofbeldis sem gerir það frábrugðið öðru ofbeldi. Í fyrsta lagi þá eru gerendurnir oft verndaðir af nafnleynd og því mun fjarlægari en ella. Í öðru lagi þá valda eiginleikar hins stafræna heims að með einum smelli er hægt að brjóta gegn manneskju á hinum ýmsu vettvöngum. Að endingu bendir hún á að skilaboðin geti orðið svo útbreidd að þau birtist reglulega aftur. Sjá einnig:Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu „Þetta er þannig ofbeldi að það hverfur eiginlega aldrei. Líkamlegt kynferðisofbeldi er yfirleitt, en þó ekki alltaf, einn einstakur atburður sem ágætar líkur eru á að þolendur nái að vinna sig úr. Stafrænt kynferðisofbeldi getur dúkkað upp aftur hvenær sem er og ýft gömul sár. Tinna lenti til að mynda í því að fólk, sem vildi vel, sagði henni frá því að það hefði rekist á myndirnar af henni á netinu. Það var svo viðvarandi sjokk að átta sig á því að það væri ennþá fólk að skoða myndirnar af henni.“ Það allra ógeðslegasta, að sögn Huldu, var þegar hún fékk sendan hlekk þar sem óskað var eftir myndum af Tinnu. Það var tveimur mánuðum eftir fráfall vinkonu hennar. „Þeir sem stunda þetta eru algjörlega blindir á manneskjuna. Hlutgervingin er algjör.“Úr #FreeTheNipple sundi í Laugardalslaug á vormánuðum ársins 2015. Meðal markmiða hreyfingarinnar var að rífa gjaldmiðilinn úr höndum gerenda stafræns kynferðisofbeldis.vísir/vilhelmÁ meira sameiginlegt með ofbeldi en klámi Fyrir tæpum tveimur árum lagði Björt framtíð fram frumvarp á þingi sem gerir hefndarklám refsivert en málið hefur verið á forgangslista flokksins. Tveimur ákvæðum yrði bætt við hegningarlögin, öðru á eftir ákvæðum sem banna klám en hinu í ærumeiðingakafla laganna. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Það var endurflutt á yfirstandandi þingi en virðist hafa stoppað í nefnd. „Mér finnst frumvarpið jákvætt að ýmsu leyti. Það er til að mynda jákvætt að það sé umræða um þessi mál á þinginu,“ segir Hulda. „Ég er hins vegar ósammála því að greinin sé sett undir greinina sem bannar klám. Klám í dag er einfaldlega ekki það sama og klám var fyrir einni kynslóð. Auk þess þá er þetta mun skyldara ofbeldi heldur en klámi.“ Í fyrra fór af stað bylting á hinum ýmsu samfélagsmiðlum undir „hashtaginu“ #FreeTheNipple. Konur á öllum aldri, stærstur hluti þeirra þó í yngri kantinum, tóku þá myndir af brjóstum sínum og settu á netið. Ein afleidd afleiðing byltingarinnar var sú að myndasöfn gerenda stafræns kynferðisofbeldis áttu að breytast í glópagull. Stóra spurningin er hvort byltingin hafi skilað tilætluðum árangri eður ei?Sjá einnig:Þolandi hrellikláms tók þátt í #FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ „Ég er ekki viss og eflaust get ég ekki dæmt það einsömul. En ég vona það. Ég man til að mynda eftir því í fyrra að þá steig í að minnsta ein stelpa fram sem hafði orðið fyrir svona ofbeldi og þakkaði fólki fyrir #FreeTheNipple,“ segir Hulda. BA-ritgerðarskilum fagnað.Vandamálið felst í dreifingunni Hvað er þá til ráða? Svo vitnað sé í ritgerð Huldu þá eru viðbrögð samfélagsins við stafrænu kynferðisofbeldi úrelt og kynjuð. Oftast sé talað um rót vandans sem unglingstúlkur sem koma sjálfum sér í þessar aðstæður sjálfar. Það sé gífurlega rangur hugsunarháttur. „Það er ekkert að því að taka nektarmyndir. Ef þú treystir þér til að taka myndir af þér nöktum, nakinni eða í kynferðisathöfnum þá er það bara snilld og frábært að fólk elski líkama sinn. Myndir og myndbönd sem aldrei fara í dreifingu valda engum skaða. Ef þú treystir einhverjum algerlega, til að eiga og varðveita slíkt efni, þá er það frábært líka,“ segir Hulda. Rót vandans liggi hins vegar í misnotkun á samþykki og dreifingu því tengdu. Samþykki aðili til að mynda að stunda kynlíf með annarri manneskju þá hefur sá aðili ekki þar með samþykkt að leggjast með öllum vinahópnum. „Þessu er eins farið með myndir sem þessar. Þú hefur samþykkt að ákveðinn einstaklingur fái aðgang að myndinni en ekki allur heimurinn.“ „Ég myndi vilja að það yrði talað gagngert við fólk, bæði fullorðna og unga, um þetta mál. Bæði til að ábyrgðinni sé varpað heim í föðurhús og að fólk viti hvernig sé best að eiga við svona hluti. Einnig myndi ég vilja sjá meiri fræðslu um ofbeldi á netinu almennt enda þetta aðeins einn angi þess,“ segir Hulda að lokum. Ritgerð Huldu, Syndir holdsins, er hægt að lesa í heild sinni á Skemmunni eða með því að smella hér. #FreeTheNipple Tengdar fréttir #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Maður sem Júlía Birgisdóttir var í sambandi með tók upp kynlíf þeirra án hennar vitundar og setti á netið. Hún vill ekki nota hugtakið hefndarklám. 15. desember 2015 21:00 „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Hefndarklám notað til að kúga Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
„Ég myndi vilja að það yrði miklu meiri fræðsla um stafrænt kynferðisofbeldi, bæði hjá unglingum og fullorðnum,“ segir Hulda Hólmkelsdóttir í samtali við Vísi. Hulda skilaði í vor BA-ritgerð sem bar titilinn Syndir holdsins. Í ritgerðinni er leitast við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi auk þess að velta upp mögulegum viðbrögðum og úrræðum um hvernig sé hægt að bregðast við. Ritgerðin var lokahnykkurinn á BA-nám Huldu í stjórnmálafræði með ensku sem aukagrein en hún segir að hún hafi gengið með hana í maganum í nokkurn tíma. „Ég var aðstandandi þolanda stafræns kynferðisofbeldis,“ segir Hulda. Þar á hún við Tinnu Ingólfsdóttur en Tinna sagði frá reynslu sinni árið 2014, aðeins mánuði áður en hún varð bráðkvödd.Sjá einnig:„Bara ef hún hefði fengið aðeins meiri tíma“ Í ritgerð sinni notar Hulda orðasambandið „stafrænt kynferðisofbeldi“ yfir hlut sem hingað til hefur verið kallaður hefndarklám eða hrelliklám. „Það hefur alltaf verið talað um þessar myndir sem einhverja tegund af klámi. Málið er að þessar myndir eiga miklu meira sameiginlegt með kynferðisofbeldi en klámi.“Afleiðingarnar svipaðar og hjá þolendum kynferðisofbeldis Hulda bendir á að ungt fólk öllum kynjum sé að taka af sér nektarmyndir í nokkuð jöfnum mæli og strákar í raun örlítið oftar. Þrátt fyrir það eru þolendur stafræns kynferðisofbeldis konur í um níu af hverjum tíu skiptum. Lendi strákar í slíkri dreifingu eru afleiðingarnar léttvægari og litið á myndina sem einhver strákapör. Stelpur lendi á móti oftar í því að vera stimplaðar druslur vegna slíkra mynda. „Afleiðingarnar af dreifingu slíkra mynda getur svipað mjög til þess sem fólk upplifir eftir kynferðisofbeldi. Kvíði, átröskun, þunglyndi og áfallastreituröskun gera oft vart við sig. Þetta er oft gífurlegt áfall sem fólk þarf að vinna úr hver á sinn hátt,“ segir Hulda. Í ritgerðinni bendir hún hins vegar á nokkra eiginleika stafræns ofbeldis sem gerir það frábrugðið öðru ofbeldi. Í fyrsta lagi þá eru gerendurnir oft verndaðir af nafnleynd og því mun fjarlægari en ella. Í öðru lagi þá valda eiginleikar hins stafræna heims að með einum smelli er hægt að brjóta gegn manneskju á hinum ýmsu vettvöngum. Að endingu bendir hún á að skilaboðin geti orðið svo útbreidd að þau birtist reglulega aftur. Sjá einnig:Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu „Þetta er þannig ofbeldi að það hverfur eiginlega aldrei. Líkamlegt kynferðisofbeldi er yfirleitt, en þó ekki alltaf, einn einstakur atburður sem ágætar líkur eru á að þolendur nái að vinna sig úr. Stafrænt kynferðisofbeldi getur dúkkað upp aftur hvenær sem er og ýft gömul sár. Tinna lenti til að mynda í því að fólk, sem vildi vel, sagði henni frá því að það hefði rekist á myndirnar af henni á netinu. Það var svo viðvarandi sjokk að átta sig á því að það væri ennþá fólk að skoða myndirnar af henni.“ Það allra ógeðslegasta, að sögn Huldu, var þegar hún fékk sendan hlekk þar sem óskað var eftir myndum af Tinnu. Það var tveimur mánuðum eftir fráfall vinkonu hennar. „Þeir sem stunda þetta eru algjörlega blindir á manneskjuna. Hlutgervingin er algjör.“Úr #FreeTheNipple sundi í Laugardalslaug á vormánuðum ársins 2015. Meðal markmiða hreyfingarinnar var að rífa gjaldmiðilinn úr höndum gerenda stafræns kynferðisofbeldis.vísir/vilhelmÁ meira sameiginlegt með ofbeldi en klámi Fyrir tæpum tveimur árum lagði Björt framtíð fram frumvarp á þingi sem gerir hefndarklám refsivert en málið hefur verið á forgangslista flokksins. Tveimur ákvæðum yrði bætt við hegningarlögin, öðru á eftir ákvæðum sem banna klám en hinu í ærumeiðingakafla laganna. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Það var endurflutt á yfirstandandi þingi en virðist hafa stoppað í nefnd. „Mér finnst frumvarpið jákvætt að ýmsu leyti. Það er til að mynda jákvætt að það sé umræða um þessi mál á þinginu,“ segir Hulda. „Ég er hins vegar ósammála því að greinin sé sett undir greinina sem bannar klám. Klám í dag er einfaldlega ekki það sama og klám var fyrir einni kynslóð. Auk þess þá er þetta mun skyldara ofbeldi heldur en klámi.“ Í fyrra fór af stað bylting á hinum ýmsu samfélagsmiðlum undir „hashtaginu“ #FreeTheNipple. Konur á öllum aldri, stærstur hluti þeirra þó í yngri kantinum, tóku þá myndir af brjóstum sínum og settu á netið. Ein afleidd afleiðing byltingarinnar var sú að myndasöfn gerenda stafræns kynferðisofbeldis áttu að breytast í glópagull. Stóra spurningin er hvort byltingin hafi skilað tilætluðum árangri eður ei?Sjá einnig:Þolandi hrellikláms tók þátt í #FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ „Ég er ekki viss og eflaust get ég ekki dæmt það einsömul. En ég vona það. Ég man til að mynda eftir því í fyrra að þá steig í að minnsta ein stelpa fram sem hafði orðið fyrir svona ofbeldi og þakkaði fólki fyrir #FreeTheNipple,“ segir Hulda. BA-ritgerðarskilum fagnað.Vandamálið felst í dreifingunni Hvað er þá til ráða? Svo vitnað sé í ritgerð Huldu þá eru viðbrögð samfélagsins við stafrænu kynferðisofbeldi úrelt og kynjuð. Oftast sé talað um rót vandans sem unglingstúlkur sem koma sjálfum sér í þessar aðstæður sjálfar. Það sé gífurlega rangur hugsunarháttur. „Það er ekkert að því að taka nektarmyndir. Ef þú treystir þér til að taka myndir af þér nöktum, nakinni eða í kynferðisathöfnum þá er það bara snilld og frábært að fólk elski líkama sinn. Myndir og myndbönd sem aldrei fara í dreifingu valda engum skaða. Ef þú treystir einhverjum algerlega, til að eiga og varðveita slíkt efni, þá er það frábært líka,“ segir Hulda. Rót vandans liggi hins vegar í misnotkun á samþykki og dreifingu því tengdu. Samþykki aðili til að mynda að stunda kynlíf með annarri manneskju þá hefur sá aðili ekki þar með samþykkt að leggjast með öllum vinahópnum. „Þessu er eins farið með myndir sem þessar. Þú hefur samþykkt að ákveðinn einstaklingur fái aðgang að myndinni en ekki allur heimurinn.“ „Ég myndi vilja að það yrði talað gagngert við fólk, bæði fullorðna og unga, um þetta mál. Bæði til að ábyrgðinni sé varpað heim í föðurhús og að fólk viti hvernig sé best að eiga við svona hluti. Einnig myndi ég vilja sjá meiri fræðslu um ofbeldi á netinu almennt enda þetta aðeins einn angi þess,“ segir Hulda að lokum. Ritgerð Huldu, Syndir holdsins, er hægt að lesa í heild sinni á Skemmunni eða með því að smella hér.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum 27. mars 2015 04:26 Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Maður sem Júlía Birgisdóttir var í sambandi með tók upp kynlíf þeirra án hennar vitundar og setti á netið. Hún vill ekki nota hugtakið hefndarklám. 15. desember 2015 21:00 „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Hefndarklám notað til að kúga Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Maður sem Júlía Birgisdóttir var í sambandi með tók upp kynlíf þeirra án hennar vitundar og setti á netið. Hún vill ekki nota hugtakið hefndarklám. 15. desember 2015 21:00
„Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00
„Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24
Hefndarklám notað til að kúga Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. 14. september 2015 07:00