Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. júlí 2016 14:23 Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“ Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“
Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31