Fyrst það má skjóta ísbirni Kári Stefánsson skrifar 25. júlí 2016 08:54 Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul.
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar