Rétt skal vera rétt Hildur Sverrisdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun