Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 15:02 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Ríó og tók meðfylgjandi myndir. Þýskaland vann leikinn 31-25 eftir að hafa fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Þetta var annar sigur Þjóðverja á Talant Duyshebaev og hans mönnum í pólska landsliðinu á þessum Ólympíuleikum. Pólska liðið var þremur mörkum yfir þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik. Degi tókst heldur betur að vekja sína menn sem unnu næstu þrettán mínútur 9-2 og litu ekki til baka eftir það. Hornamennirnir Tobias Reichmann (7 mörk) og Uwe Gensheimer (6 mörk) voru markahæstir í þýska liðinu en líkt og áður er breiddin mikil í liðinu og margir að skila til liðsins. Línumaðurinn Patrick Wiencek skoraði mikið í lokin og endaði með fimm mörk. Íslensku þjálfararnir skila því allir verðlaunum á þessum Ólympíuleikum því Þórir Hergeirsson vann brons með norska kvennalandsliðinu í gær og Guðmundur Guðmundsson er með danska karlaliðið í úrslitaleiknum seinna í dag. Þýska liðið vann sex af átta leikjum sínum á leikunum einu töpin komu á móti Brasilíumönnum í riðlinum og svo á móti Frökkum með einu marki í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Þjóðverjar skoruðu mark ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og Pólverjar komust fyrir vikið í 2-0. Pólska liðið var síðan áfram með frumkvæðið og var komið þremur mörkum yfir, 8-5, þegar Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Dagur náði hinsvegar að kveikja í sínum mönnum í þessu leikhléi. Pólska liðið skoraði ekki í sjö og hálfa mínútu og á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm mörk í röð og komust í 10-8. Þýska liðið bætti enn við og komst fjórum mörkum yfir, 14-10, þegar aðeins þrettán mínútur voru liðnar frá leikhléi Dags. Sjö marka sveifla á þessum frekar stutta tíma sem þýska liðið vann 9-2. Þjóðverjar voru á endanum fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og með leikinn í sínum höndum. Steffen Weinhold átti mjög góða innkomu í liðið eftir leikhléið. Pólverjar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þýska liðið vann næsta fimm mínútna kafla 4-1 og var um leið búið að ná sex marka forystu, 21-15. Þýska liðið náði mest sjö marka forystu en Pólverjarnir komu þessu niður í fjögur mörk með smá endaspretti í lokin. Hann var þó hvergi nógu öflugur til að ógna sigri Þjóðverjanna.Dagur Sigurðsson náði í sín önnur verðlaun með þýska landsliðinu í dag.Vísir/Anton
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni