Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira