Þegar þú ert að rísa úr öskunni er mikilvægt að anda ekki að sér Kári Stefánsson skrifar 9. september 2016 07:00 Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar