Lækkum vexti Eva Baldursdóttir skrifar 7. september 2016 10:00 Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti kostnaðarliður hvers heimilis er iðulega húsnæðiskostnaður. Hjá mér er það húsnæðislánið. Þá hefur það tíðkast hér á landi að sparnaður okkar sé að mestu í fasteignum. Við sjáum líka í erlendum samanburði að vextir á neytendalánum eru hvað hæstir hér á landi. Í mörg hef ég velt fyrir mér af hverju við leggjumst ekki öll á eitt við að lækka vexti á Íslandi. Vextir eru einfaldlega verðið sem við greiðum fyrir að fá lán og með þeim reynir lánveitandi bæði að tryggja að hann fái sömu verðmæti til baka að viðbættri ávöxtun. Í umhverfi stöðugrar óvissu um raunverulegt virði peninga (verðbólgu) eru vextir því háir eða að gripið er til þess ráðs að verðtryggja lán. Á meðfylgjandi myndum sést lækkun mánaðarlegrar greiðslubyrði af tveggja prósentustiga lækkun vaxta, miðað við 25 ára lán, ásamt lækkun á heildarendurgreiðslu lánsins. Í samanburði við bestu óverðtryggða vexti í Noregi fyrir 25 ára lán munar tugum þúsunda í greiðslubyrði og tugum milljóna í heildarendurgreiðslu. Lækkun vaxta er því ein stærsta einstaka kjarabótin auk áhrifanna á fjárfestingu og verðmætasköpun í atvinnulífinu.Við þurfum peningastefnuSveiflur í því sem við getum raunverulega keypt fyrir gjaldmiðil okkar og gildi hans gagnvart öðrum gjaldmiðlum er miklar. Smæð myntsvæðisins, fábreytni útflutningsatvinnuvega, agalaus hagstjórn, aðdráttarafl hárra vaxta fyrir erlenda spekúlanta er nefnt sem rót vandans ásamt öðru. Sú staða lykilútflutningsgreina að vera bæði með tekjur sínar og uppgjör í erlendum myntum en greiða launakostnað í íslenskri krónu er líka umhugsunarverð. En fyrir heimili og þau fyrirtæki sem sitja föst í krónuhagkerfinu er óásættanlegt að borga miklu meira fyrir að fá lánað fé en í nágrannalöndunum. Öll stjórnmálaöfl eiga að sameinast um að móta peningastefnu sem lagar þetta ástand í raun, hvort sem við skipum okkur til hægri eða vinstri, til íhalds eða frjálslyndari afla. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt. Við lækkum ekki vexti með handafli eða því að banna þau lánsform sem hafa gert tekjulægri fjölskyldum kleift að tryggja sér húsnæði þótt eignamyndunin sé hæg. Niðurgreiðsla vaxtakostnaðar úr ríkissjóði hefur verið bjarghringur fjölmargra heimila. Nú er ætlunin að verja séreignastefnuna í húsnæðimálum með því að veita skattfrjálsa peninga úr ríkissjóði, samanber áætlunina um fyrstu fasteign. En það blasir við að ekkert af þessu er skynsamlegur grundvöllur opinberrar stefnumörkunar til langs tíma. Fyrstu aðgerðir strax Á meðan við eigum raunverulega samræðu um peningastefnu til framtíðar getum við gripið til aðgerða strax. Ég hef bent á leiðir á borð við að banna lántökugjöld og lágmarka uppgreiðslugjöld eins og Evrópureglur leyfa. Bara þessar aðgerðir auðvelda lántakendum að endurfjármagna og færa lánsviðskipti okkar eins og önnur viðskipti t.d. eins og milli símafyrirtækja eða vátryggingarfélaga. Heilbrigðari samkeppni er líkleg til að tryggja betri kjör. Við getum ekki haldið áfram að soga fjármuni frá íslenskum fjölskyldum og heimilum, langt umfram það sem gerist í löndunum í kringum okkar, án þess að grípa til aðgerða og boða framtíðarsýn um hvernig við komumst úr þessari óviðunandi stöðu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun