Styttum vinnuvikuna Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. september 2016 10:00 Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun