Eyrað við jörðina: ekki nóg, ekki nóg – Hvatning til Bjarna Benediktssonar Kári Stefánsson skrifar 1. september 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, hæstvirtur fjármálaráðherra, það er ljóst að þú og þínir tóku grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn var sem hvassa gagnrýni á þína persónu og hana ósanngjarna. Þetta er skiljanlegt vegna þess að ég nýtti þig kannski um of sem hluta fyrir heild, í gagnrýni minni á það hversu erfitt það reynist ráðamönnum lands og borgar að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda. Þeir erfiðleikar eru því miður ekki takmarkaðir við þig eða þinn flokk; ef svo væri gætum við einfaldlega leyst vandamálið með því að kjósa hvern sem er af hinum. Staðreyndin er hins vegar sú að vandamálið hefur yfirbugað fulltrúa allra flokka, nokkurn veginn að sama marki. Því bið ég þig afsökunar, ekki á því sem ég sagði um þig, vegna þess að það er allt meira og minna satt, heldur á því að ég skyldi hafa þig einan í mynd í stað þess að láta sjást í aðra. Ég hefði til dæmis átt að sýna félagshyggjutröllið og borgarstjórann hann Dag B. Eggertsson sem ríkir í umboði Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Besta flokksins: Grunnskólar borgarinnar eru þær stofnanir þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur menntun sína sex ára að aldri. Það er í grunnskólunum sem börnin eru mótanlegust og móttækilegust fyrir hollum áhrifum. Góður grunnskóli er líka sú stofnun sem getur hlúð að börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Grunnskólar Reykjavíkur eru hins vegar illa mannaðir og sveltir af fé að því marki að skólastjórar þeirra hafa mótmælt svo kröftuglega að búast má við að næsta skref þeirra verði vopnuð bylting. Og svo eru það leikskólarnir þar sem gullin okkar og gimsteinar, blómin okkar allra, dvelja í fyrsta sinn utan heimilis og undir umsjón vandalausra. Leikskólar Reykjavíkur búa svo illa að þeir geta ekki einu sinni séð börnunum fyrir almennilegum mat. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir, sættir sig við að leikskólabörn í hans umdæmi fái ekki almennilega næringu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiðamenn, til dæmis. Þetta er allt spurning um forgangsröð og staða grunnskólanna og leikskólanna í þeirri röð er í engu samræmi við vilja fólksins í borginni. Það er alltaf þrautin þyngri að skilja Dag þegar hann tjáir sig munnlega, en þegar hann svaraði fyrir gagnrýni á ástand skólanna í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu á þriðjudaginn held ég að hann hafi sagt að hún væri ósanngjörn og að það væri búið að laga flest sem laga þyrfti. Hún er svo rótgróin þessi tilhneiging stjórnmálamanna til þess að finnast gagnrýni fólksins sem kaus þá ósanngjörn og að takast á við vandamál með því að reyna að tala þau burt. Bjarni, einmitt þessi tilhneiging glumdi í eyrum manna þegar þú svaraðir gagnrýninni í Morgunblaðsgreininni minni í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar á mánudaginn. Þú sagðir meðal annars að:1. Það hafi verið óábyrgt af mér og rúmlega 86 þúsund öðrum Íslendingum að krefjast þess að 11% af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðismála. Þarna er um að ræða órökstudda fullyrðingu, sem er í eðli sínu bara skoðun. Krafan um ellefu prósentin er metnaðarfull fyrir hönd heilbrigðiskerfisins en alls ekki úr takti við það sem gerist víða annars staðar í heiminum, meðal þjóða sem eru mun fjölmennari en við og geta því að öllum líkindum hagrætt meira í heilbrigðiskerfum sínum. Ég held því fram að krafan sé skynsamleg og í samræmi við vilja fólksins í landinu, en það er líka bara órökstudd skoðun og bendir til þess að við séum ekki sammála um allt.2. Ríkisstjórnin hafi byrjað að taka á greiðsluþátttökuvanda sjúklinga á þessu ári. Í þessu felst örlítill sannleikur en fjallvaxin lygi. Greiðsluþátttaka sjúklinga skilar enn 30 milljörðum á ári og er ábyrg fyrir því að menn fresta nauðsynlegum aðgerðum og kaupa ekki lyfin sín í lok mánaðar. Í þessu felst ójafnræði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem ég veit að þér þykir óásættanlegt eins og okkur hinum.3. Þú sagðir að með fjáraukalögum yrði skuldahalinn klipptur af Landspítalanum og gafst í skyn að að líta bæri á það sem aukinn fjárstuðning. Það væri eingöngu verið að færa fé af bókum Spítalans sem þegar er búið að eyða og væri því ekki gjörningur sem gerði honum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Hann yrði eftir sem áður illa fjármagnaður og ekki í stakk búinn til þess að þjóna okkur sem skyldi. Það var ekkert í því sem þú sagðir í þessu útvarpsviðtali sem bendir til þess að ég hafi haft rangt fyrir mér í Morgunblaðsgreininni, þegar ég sagði að þú ætlaðir greinilega ekki að hrinda þeim vilja þínum í framkvæmd að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Þér hefur hins vegar sjálfsagt tekist að vekja efa í huga sumra um að ég hafi haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að þú vildir einlæglega að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að það sé þinn vilji. Ég er að safna liði sem mun fylgjast grannt með því hvernig núverandi stjórnarflokkar sinna heilbrigðiskerfinu fyrir kosningar. Ef þið gerið ekki raunverulegt átak, sem ætti að vera auðvelt fyrir ykkur vegna þess að fjárhirslur ríkisins eru að springa af peningum og meiri uppgangur í efnahagslífi þjóðarinnar en í nokkurn annan tíma, þá munum við gera allt sem við getum til þess að sannfæra kjósendur um að hunsa ykkur. Það er nefnilega ekki líklegt að þeir sem treysta sér ekki til að setja fé í heilbrigðiskerfið rétt fyrir kosningar, þegar þeir gætu nýtt sér það til þess að sækja atkvæði, muni gera það að kosningum loknum. Við munum einnig gera okkar besta til þess að sjá til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir heiti stuðningi við heilbrigðiskerfið á þann hátt að það verði ekki auðveldlega svikið. Við fylgjumst með því hvernig haldið er utan um velferðarkerfið í heild sinni, bæði það sem er á ábyrgð ríkis og bæjar og svo stöndum við vaktina að kosningum loknum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, hæstvirtur fjármálaráðherra, það er ljóst að þú og þínir tóku grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn var sem hvassa gagnrýni á þína persónu og hana ósanngjarna. Þetta er skiljanlegt vegna þess að ég nýtti þig kannski um of sem hluta fyrir heild, í gagnrýni minni á það hversu erfitt það reynist ráðamönnum lands og borgar að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda. Þeir erfiðleikar eru því miður ekki takmarkaðir við þig eða þinn flokk; ef svo væri gætum við einfaldlega leyst vandamálið með því að kjósa hvern sem er af hinum. Staðreyndin er hins vegar sú að vandamálið hefur yfirbugað fulltrúa allra flokka, nokkurn veginn að sama marki. Því bið ég þig afsökunar, ekki á því sem ég sagði um þig, vegna þess að það er allt meira og minna satt, heldur á því að ég skyldi hafa þig einan í mynd í stað þess að láta sjást í aðra. Ég hefði til dæmis átt að sýna félagshyggjutröllið og borgarstjórann hann Dag B. Eggertsson sem ríkir í umboði Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Besta flokksins: Grunnskólar borgarinnar eru þær stofnanir þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur menntun sína sex ára að aldri. Það er í grunnskólunum sem börnin eru mótanlegust og móttækilegust fyrir hollum áhrifum. Góður grunnskóli er líka sú stofnun sem getur hlúð að börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Grunnskólar Reykjavíkur eru hins vegar illa mannaðir og sveltir af fé að því marki að skólastjórar þeirra hafa mótmælt svo kröftuglega að búast má við að næsta skref þeirra verði vopnuð bylting. Og svo eru það leikskólarnir þar sem gullin okkar og gimsteinar, blómin okkar allra, dvelja í fyrsta sinn utan heimilis og undir umsjón vandalausra. Leikskólar Reykjavíkur búa svo illa að þeir geta ekki einu sinni séð börnunum fyrir almennilegum mat. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir, sættir sig við að leikskólabörn í hans umdæmi fái ekki almennilega næringu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiðamenn, til dæmis. Þetta er allt spurning um forgangsröð og staða grunnskólanna og leikskólanna í þeirri röð er í engu samræmi við vilja fólksins í borginni. Það er alltaf þrautin þyngri að skilja Dag þegar hann tjáir sig munnlega, en þegar hann svaraði fyrir gagnrýni á ástand skólanna í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu á þriðjudaginn held ég að hann hafi sagt að hún væri ósanngjörn og að það væri búið að laga flest sem laga þyrfti. Hún er svo rótgróin þessi tilhneiging stjórnmálamanna til þess að finnast gagnrýni fólksins sem kaus þá ósanngjörn og að takast á við vandamál með því að reyna að tala þau burt. Bjarni, einmitt þessi tilhneiging glumdi í eyrum manna þegar þú svaraðir gagnrýninni í Morgunblaðsgreininni minni í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar á mánudaginn. Þú sagðir meðal annars að:1. Það hafi verið óábyrgt af mér og rúmlega 86 þúsund öðrum Íslendingum að krefjast þess að 11% af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðismála. Þarna er um að ræða órökstudda fullyrðingu, sem er í eðli sínu bara skoðun. Krafan um ellefu prósentin er metnaðarfull fyrir hönd heilbrigðiskerfisins en alls ekki úr takti við það sem gerist víða annars staðar í heiminum, meðal þjóða sem eru mun fjölmennari en við og geta því að öllum líkindum hagrætt meira í heilbrigðiskerfum sínum. Ég held því fram að krafan sé skynsamleg og í samræmi við vilja fólksins í landinu, en það er líka bara órökstudd skoðun og bendir til þess að við séum ekki sammála um allt.2. Ríkisstjórnin hafi byrjað að taka á greiðsluþátttökuvanda sjúklinga á þessu ári. Í þessu felst örlítill sannleikur en fjallvaxin lygi. Greiðsluþátttaka sjúklinga skilar enn 30 milljörðum á ári og er ábyrg fyrir því að menn fresta nauðsynlegum aðgerðum og kaupa ekki lyfin sín í lok mánaðar. Í þessu felst ójafnræði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem ég veit að þér þykir óásættanlegt eins og okkur hinum.3. Þú sagðir að með fjáraukalögum yrði skuldahalinn klipptur af Landspítalanum og gafst í skyn að að líta bæri á það sem aukinn fjárstuðning. Það væri eingöngu verið að færa fé af bókum Spítalans sem þegar er búið að eyða og væri því ekki gjörningur sem gerði honum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Hann yrði eftir sem áður illa fjármagnaður og ekki í stakk búinn til þess að þjóna okkur sem skyldi. Það var ekkert í því sem þú sagðir í þessu útvarpsviðtali sem bendir til þess að ég hafi haft rangt fyrir mér í Morgunblaðsgreininni, þegar ég sagði að þú ætlaðir greinilega ekki að hrinda þeim vilja þínum í framkvæmd að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Þér hefur hins vegar sjálfsagt tekist að vekja efa í huga sumra um að ég hafi haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að þú vildir einlæglega að betur yrði hlúð að heilbrigðiskerfinu. Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að það sé þinn vilji. Ég er að safna liði sem mun fylgjast grannt með því hvernig núverandi stjórnarflokkar sinna heilbrigðiskerfinu fyrir kosningar. Ef þið gerið ekki raunverulegt átak, sem ætti að vera auðvelt fyrir ykkur vegna þess að fjárhirslur ríkisins eru að springa af peningum og meiri uppgangur í efnahagslífi þjóðarinnar en í nokkurn annan tíma, þá munum við gera allt sem við getum til þess að sannfæra kjósendur um að hunsa ykkur. Það er nefnilega ekki líklegt að þeir sem treysta sér ekki til að setja fé í heilbrigðiskerfið rétt fyrir kosningar, þegar þeir gætu nýtt sér það til þess að sækja atkvæði, muni gera það að kosningum loknum. Við munum einnig gera okkar besta til þess að sjá til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir heiti stuðningi við heilbrigðiskerfið á þann hátt að það verði ekki auðveldlega svikið. Við fylgjumst með því hvernig haldið er utan um velferðarkerfið í heild sinni, bæði það sem er á ábyrgð ríkis og bæjar og svo stöndum við vaktina að kosningum loknum.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar