Bæjarar í stuði | Öll úrslitin í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2016 20:45 Thomas Müller hélt upp á 27 ára afmælið með því að skora gegn Rostov. vísir/getty Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira