Bæjarar í stuði | Öll úrslitin í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2016 20:45 Thomas Müller hélt upp á 27 ára afmælið með því að skora gegn Rostov. vísir/getty Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira