Markaveisla á Parken | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2016 20:45 Leikmenn FCK voru í miklu stuði í kvöld og skoruðu fjögur gegn Club Brugge. vísir/getty Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira