Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 15:26 Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira