Stærsta kosningaloforðið svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 27. október 2016 07:00 Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki efnt stærsta kosningaloforðið, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013 nú þegar komið er að kosningum 2016. Hvað var stærsta kosningaloforðið? Jú, báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans. Til þess að standa við þetta loforð þarf að hækka lífeyrinn um 23% eða um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er athyglisvert, að þessi hækkun, efndir á þessu loforði, er nákvæmlega sú hækkun, sem ríkisstjórnin lofar nú að komi til framkvæmda árið 2018. Samkvæmt kosningaloforðinu á hún að koma til framkvæmda strax og í rauninni átti hún að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013 sbr. loforð Sjálfstæðisflokksins. Þessi dráttur á framkvæmd loforðsins hefur kostað aldraða og öryrkja tugi milljarða kr. Allt bendir til þess, að það hafi aldrei verið ætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að efna þetta stóra kosningaloforð. Svo virðist sem það hafi átt að blekkja kjósendur. Engin leið er að vita hvað margir kusu stjórnarflokkana út á þetta loforð. Þeir geta verið margir. Ef til vill hefur þetta loforð komið stjórnarflokkunum til valda. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir hafa aldrei minnst á þetta loforð eftir að þeir komust til valda. En stjórnarflokkarnir gáfu fleiri loforð fyrir kosningar 2013. Þeir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. 3 voru afturkölluð en hin 3 hafa ekki verið afturkölluð enn. Auk þess gaf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mjög stórt kosningaloforð til aldraðra. Hann lofaði að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum. Hann hefur ekki staðið við það. Ríkisstjórnin leiðrétti útreikning grunnlífeyris en fyrri ríkisstjórn hafði skert hann hjá þeim, sem höfðu mjög háan lífeyri úr lífeyrissjóði. Grunnlífeyrir féll niður hjá þeim, sem voru með 332 þúsund kr. og meira á mánuði úr lífeyrissjóði. Þetta var fært til fyrra horfs. Það hrökk skammt til þess að afnema tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Skerðingar lífeyris voru einnig miklar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Samkvæmt loforðinu átti af afnema allar skerðingar. Það loforð var ekki uppfyllt. Ný lög um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi, veita hvergi nærri nægar kjarabætur. Aldraðir í hjónabandi, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, eiga að fá 195 þúsund á mánuði eftir skatt 2017. Þetta er svo lágt, að það er til skammar. Einhleypir eldri borgarar í sömu stöðu eiga að fá 227 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; einnig skammarlega lágt. En ríkisstjórnin taldi þetta gífurlega mikla hækkun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki efnt stærsta kosningaloforðið, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013 nú þegar komið er að kosningum 2016. Hvað var stærsta kosningaloforðið? Jú, báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans. Til þess að standa við þetta loforð þarf að hækka lífeyrinn um 23% eða um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er athyglisvert, að þessi hækkun, efndir á þessu loforði, er nákvæmlega sú hækkun, sem ríkisstjórnin lofar nú að komi til framkvæmda árið 2018. Samkvæmt kosningaloforðinu á hún að koma til framkvæmda strax og í rauninni átti hún að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013 sbr. loforð Sjálfstæðisflokksins. Þessi dráttur á framkvæmd loforðsins hefur kostað aldraða og öryrkja tugi milljarða kr. Allt bendir til þess, að það hafi aldrei verið ætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að efna þetta stóra kosningaloforð. Svo virðist sem það hafi átt að blekkja kjósendur. Engin leið er að vita hvað margir kusu stjórnarflokkana út á þetta loforð. Þeir geta verið margir. Ef til vill hefur þetta loforð komið stjórnarflokkunum til valda. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir hafa aldrei minnst á þetta loforð eftir að þeir komust til valda. En stjórnarflokkarnir gáfu fleiri loforð fyrir kosningar 2013. Þeir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. 3 voru afturkölluð en hin 3 hafa ekki verið afturkölluð enn. Auk þess gaf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mjög stórt kosningaloforð til aldraðra. Hann lofaði að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum. Hann hefur ekki staðið við það. Ríkisstjórnin leiðrétti útreikning grunnlífeyris en fyrri ríkisstjórn hafði skert hann hjá þeim, sem höfðu mjög háan lífeyri úr lífeyrissjóði. Grunnlífeyrir féll niður hjá þeim, sem voru með 332 þúsund kr. og meira á mánuði úr lífeyrissjóði. Þetta var fært til fyrra horfs. Það hrökk skammt til þess að afnema tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Skerðingar lífeyris voru einnig miklar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Samkvæmt loforðinu átti af afnema allar skerðingar. Það loforð var ekki uppfyllt. Ný lög um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi, veita hvergi nærri nægar kjarabætur. Aldraðir í hjónabandi, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, eiga að fá 195 þúsund á mánuði eftir skatt 2017. Þetta er svo lágt, að það er til skammar. Einhleypir eldri borgarar í sömu stöðu eiga að fá 227 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; einnig skammarlega lágt. En ríkisstjórnin taldi þetta gífurlega mikla hækkun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar