Enn á ný fara landsliðsverkefni illa með Arsenal-leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 16:45 Alexis Sanchez. Vísir/Getty Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Sjá meira
Alexis Sanchez, framherji Arsenal, meiddist á æfingu með landsliði Síle á dögunum en það fara tvennar sögur af því hversu alvarleg meiðslin eru. Alexis Sanchez tognaði á vöðva og getur að þeim sökum ekki spilað með Síle á móti Kólumbíu í undankeppni HM á morgun. Þetta er ekki mikil tognun og í fyrstu bjóst læknalið Síle við því að hann gæti spilað leikinn á móti Úrúgvæ á þriðjudaginn. Svo leit þetta ekki eins vel út og upp komu vangaveltur um það að hann spili ekki aftur með Arsenal fyrr en eftir sex vikur. Nýjustu fréttir úr herbúðum leikmansins eru hinsvegar þær að hann ætli sér að spila leikinn við Úrúgvæ og taka með því áhættu á að gera meiðslin enn verri. Sanchez má örugglega búast við því að heyra eitthvað í Arsene Wenger í aðdgranda leiksins sem er á þriðjudaginn kemur. Fari svo að Alexis Sanchez verði frá í allan þennan tíma þá missir hann af Meistaradeildarleik á móti Paris Saint-Germain og deildarleikjum á móti Bournemouth, Southampton, West Ham, Stoke og Everton. Alexis Sanchez hefur farið á kostum að undanförnu en hann hefur átt þátt í 9 mörkum í síðustu 9 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, skorað sex sjálfur og lagt upp önnur þrjú. Sanchez spilaði allar 90 mínúturnar í jafntefli á móti Tottenham á sunnudaginn en hvort sem það var löng flugferð eða eitthvað annað þá meiddist hann stuttu eftir að hann lenti í Síle. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er örugglega orðinn þreyttur á því að horfa upp á hans bestu leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið sem slíkt gerist hjá Arsenal-manni undanfarin ár.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Sjá meira