Martröð í pípunum Fjóla Jóhannesdóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun