Hafa aflýst norðurljósaferðum fyrir hundruð á hverjum degi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. vísir/ernir Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Aflýsa hefur þurft norðurljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósaferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðrabreytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismunandi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu fylgir þolinmæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina.Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Gray Line.Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norðurljósum fyrir 15 árum voru viðskiptavinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá viðskiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta viðskiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósaferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósaferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir viðskipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira