Kjararáðsraunir Þórólfur Matthíasson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar