Freistandi fyrir Messi að reyna að taka metið af Ronaldo í lokaumferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 11:00 Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á Celtic í Meistaradeildinni í gærkvöldi en sigurinn þýðir að Barcelona er búið að tryggja sér sigur í sínum riðli. Messi hefur þar með skorað 9 mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár en það hefur bara gerst þrisvar áður í sögu keppninnar. Messi vantar enn tvö mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo frá því í fyrra þegar hann skoraði 11 mörk fyrir Real Madrid í riðlakeppninni. Cristiano átti metið áður en hann skoraði 9 mörk í riðlakeppninni 2013-14 og Luiz Adriano náði síðan að jafna það tímabilið á eftir. Nú er stóra spurningin hvort að Lionel Messi reyni að bæta metið í lokaumferðinni en Barca er þá á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Mönchengladbach. Barcelona vann fyrri leikinn 2-1 í Þýskalandi en Messi spilaði ekki vegna meiðsla. Barcelona er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og því freistandi að hvíla Messi en hann er á heimavelli og á möguleika á að bæta metið. Það sem gerir þetta enn meira spennandi fyrir Argentínumanninn er að hann getur tekið metið af Ronaldo. Messi hefur því aðeins þurft 4 leiki til þess að skora þessi 9 mörk. Hann skoraði þrennu í fyrri leiknum á móti Celtic, þrennu á móti Manchester City á heimavelli og eitt mark á móti City á Ethiad. Messi bætti síðan við tveimur mörkum á Celtic Park í gær. Messi varð í gær einnig fyrsti leikmaðurinn til að skora hundrað mörk fyrir eitt félag í alþjóðlegum mótum en hann hefur skorað 94 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, 3 mörk í ofurbikar UEFA og fimm mörk í heimsmeistarakeppni félagsliða. Messi hefur ennfremur skorað 500 mörk fyrir Barcelona í bæði opinberum leikjum sem og æfingaleikjum. Hann þurfti bara 593 leiki til að ná því. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á Celtic í Meistaradeildinni í gærkvöldi en sigurinn þýðir að Barcelona er búið að tryggja sér sigur í sínum riðli. Messi hefur þar með skorað 9 mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár en það hefur bara gerst þrisvar áður í sögu keppninnar. Messi vantar enn tvö mörk til að jafna met Cristiano Ronaldo frá því í fyrra þegar hann skoraði 11 mörk fyrir Real Madrid í riðlakeppninni. Cristiano átti metið áður en hann skoraði 9 mörk í riðlakeppninni 2013-14 og Luiz Adriano náði síðan að jafna það tímabilið á eftir. Nú er stóra spurningin hvort að Lionel Messi reyni að bæta metið í lokaumferðinni en Barca er þá á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Mönchengladbach. Barcelona vann fyrri leikinn 2-1 í Þýskalandi en Messi spilaði ekki vegna meiðsla. Barcelona er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og því freistandi að hvíla Messi en hann er á heimavelli og á möguleika á að bæta metið. Það sem gerir þetta enn meira spennandi fyrir Argentínumanninn er að hann getur tekið metið af Ronaldo. Messi hefur því aðeins þurft 4 leiki til þess að skora þessi 9 mörk. Hann skoraði þrennu í fyrri leiknum á móti Celtic, þrennu á móti Manchester City á heimavelli og eitt mark á móti City á Ethiad. Messi bætti síðan við tveimur mörkum á Celtic Park í gær. Messi varð í gær einnig fyrsti leikmaðurinn til að skora hundrað mörk fyrir eitt félag í alþjóðlegum mótum en hann hefur skorað 94 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, 3 mörk í ofurbikar UEFA og fimm mörk í heimsmeistarakeppni félagsliða. Messi hefur ennfremur skorað 500 mörk fyrir Barcelona í bæði opinberum leikjum sem og æfingaleikjum. Hann þurfti bara 593 leiki til að ná því.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira