Tólf marka leikur í Dortmund | Sjáðu öll mörk kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2016 22:15 Marco Reus skoraði þrennu í ótrúlegum leik Dortmund og Legia. vísir/getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira