Viðskipti innlent

Jón Ásgeir um Iceland-nafnadeiluna: Buðumst til að klára þetta fyrir tíu árum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er samsett.
Myndin er samsett. Vísir/Gettu/Hörður

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af fyrrverandi aðaleigendum Iceland Foods, segir að fyrirtækið hafi boðist til að semja við íslensk stjórnvöld um notkun á nafninu Iceland árið 2006 en ekki fengið nein viðbrögð.



„Við lögðum fram mjög sanngjarnt tilboð til íslenskra yfirvalda á meðan við vorum eigendur en fengum ekkert svar,“ segir Jón Ásgeir í samtali við breska blaðið Evening Standard.

Baugur, eignarhaldsfélag Jón Ásgeirs, átti í fjöldamörgum fyrirtækjum í Bretlandi þar á meðal í Iceland Foods. Baugur varð gjaldþrota árið 2009 og missti þar með stjórn á verðmætustu eignum sínum í Bretlandi, þar á meðal Iceland Foods.



Sem kunnugt er ætla íslensk stjórnvöld að lögsækja Iceland Foods. Tilefnið er að um árabil hefur verslunarkeðjan beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu. Breska fyrirtækið hefur einkarétt á orðinu ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins.



Fundur á milli deiluaðila í síðustu viku skilaði engu en íslensk yfirvöld telja ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland.

Í samtali við Evening Standard segir Jón Ásgeir að lítið mál sé finna lausn á deilunni, það þurfi aðeins að fá réttu aðilana til þess að setjast niður og ræða málin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×