Innlent

Notkun á orðinu Ísland snýst um grundvallaratriði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Íslenska ríkið segir ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. Litið er á málið sem að notkun á orðinu „Ísland“ snúist um grundvallaratriði. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins og Íslandsstofu hittu fulltrúa bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods í dag.

Fundurinn sneri um skráningu á orðmerkinu „Iceland“ hjá Hugverkaréttarstofnun ESB (EUIPO).

Samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu höfnuðu fulltrúar Iceland Foods því að afskrá orðmerkið og kynntu tillögur sem stóðust ekki væntingar Íslands.

Því verður lagalegum aðgerðum haldið áfram.

„Íslensk stjórnvöld líta svo á að notkun á orðinu „Ísland“ snúist um grundvallaratriði. Það sé ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu „Iceland“ í öllum löndum Evrópusambandsins, enda komi það í veg fyrir að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti skráð vöru sína með tilvísun í upprunalandið Ísland. Þetta mál hefur alþjóðlega skírskotun vegna áhrifa á vöru- og þjónustuviðskipti og munu íslensk stjórnvöld taka það upp á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×