Markasúpur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 09:45 8-4. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2016/2017 lauk í gærkvöldi þegar síðustu leikirnir í E-H riðlum fóru fram. Nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður til 16 liða úrslitanna í næstu viku. Spennan var ekki mikil fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni að þessu sinni en hún var að ýmsu leyti furðuleg, þá sérstaklega er varðar markaskorun. Boðið var upp markasúpur í hverri umferð en ógrynni marka voru skoruð í ár. Í heildina eru spilaðir 96 leikir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en í ár voru skoruð fjögur mörk eða fleiri í 33 leikjum af 96 eða í 35 prósent leikjanna. Tíu af þessum 33 leikjum enduðu með jafntefli en þrettán af þessum 33 markasúpum enduðu með algjöru rústi þar sem sigurliðið vann með fjórum mörkum eða fleiri. Sjaldan hafa nefnilega sést jafnmiklir yfirburðir í leikjum og í Meistaradeildinni í ár en bara í gær vann Porto sjálfa Englandsmeistara Leicester, 5-0. Fjögur mörk eða fleiri voru skoruð í sex leikjum í A, C og F-riðlum en B og C-riðlar komu þar næstir með fjóra þannig leiki. Menn voru rólegastir í E og G-riðlum þar sem „aðeins“ tvær markasúpur voru á boðstólum. Mest var skorað í viðureign Dortmund og Legía Varsjá eða tólf mörk. Sá leikur endaði með fjögurra marka sigri þýska liðsins, 8-4. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Porto og Sevilla síðustu liðin inn í sextán liða úrslitin | Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum. 7. desember 2016 22:00 Tottenham lenti undir á Wembley en náði Evrópudeildarsætinu | Sjáðu mörkin Tottenham Hotspur tryggði sér þriðja sætið í E-riðli Meistaradeildarinnar og þar með sæti í Evrópudeildinni eftir 3-1 sigur á CSKA Moskvu á Wembley í kvöld. 7. desember 2016 21:45 Englandsmeistararnir niðurlægðir í Portúgal | Sjáðu mörkin Leicester City varð sér og enskum fótbolta til skammar í kvöld þegar liðið steinlá 5-0 á móti Porto. 7. desember 2016 21:30 Marco Reus tryggði Dortmund toppsætið með marki í lokin | Sjáðu mörkin Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. 7. desember 2016 21:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2016/2017 lauk í gærkvöldi þegar síðustu leikirnir í E-H riðlum fóru fram. Nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður til 16 liða úrslitanna í næstu viku. Spennan var ekki mikil fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni að þessu sinni en hún var að ýmsu leyti furðuleg, þá sérstaklega er varðar markaskorun. Boðið var upp markasúpur í hverri umferð en ógrynni marka voru skoruð í ár. Í heildina eru spilaðir 96 leikir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en í ár voru skoruð fjögur mörk eða fleiri í 33 leikjum af 96 eða í 35 prósent leikjanna. Tíu af þessum 33 leikjum enduðu með jafntefli en þrettán af þessum 33 markasúpum enduðu með algjöru rústi þar sem sigurliðið vann með fjórum mörkum eða fleiri. Sjaldan hafa nefnilega sést jafnmiklir yfirburðir í leikjum og í Meistaradeildinni í ár en bara í gær vann Porto sjálfa Englandsmeistara Leicester, 5-0. Fjögur mörk eða fleiri voru skoruð í sex leikjum í A, C og F-riðlum en B og C-riðlar komu þar næstir með fjóra þannig leiki. Menn voru rólegastir í E og G-riðlum þar sem „aðeins“ tvær markasúpur voru á boðstólum. Mest var skorað í viðureign Dortmund og Legía Varsjá eða tólf mörk. Sá leikur endaði með fjögurra marka sigri þýska liðsins, 8-4.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Porto og Sevilla síðustu liðin inn í sextán liða úrslitin | Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum. 7. desember 2016 22:00 Tottenham lenti undir á Wembley en náði Evrópudeildarsætinu | Sjáðu mörkin Tottenham Hotspur tryggði sér þriðja sætið í E-riðli Meistaradeildarinnar og þar með sæti í Evrópudeildinni eftir 3-1 sigur á CSKA Moskvu á Wembley í kvöld. 7. desember 2016 21:45 Englandsmeistararnir niðurlægðir í Portúgal | Sjáðu mörkin Leicester City varð sér og enskum fótbolta til skammar í kvöld þegar liðið steinlá 5-0 á móti Porto. 7. desember 2016 21:30 Marco Reus tryggði Dortmund toppsætið með marki í lokin | Sjáðu mörkin Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. 7. desember 2016 21:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Porto og Sevilla síðustu liðin inn í sextán liða úrslitin | Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum. 7. desember 2016 22:00
Tottenham lenti undir á Wembley en náði Evrópudeildarsætinu | Sjáðu mörkin Tottenham Hotspur tryggði sér þriðja sætið í E-riðli Meistaradeildarinnar og þar með sæti í Evrópudeildinni eftir 3-1 sigur á CSKA Moskvu á Wembley í kvöld. 7. desember 2016 21:45
Englandsmeistararnir niðurlægðir í Portúgal | Sjáðu mörkin Leicester City varð sér og enskum fótbolta til skammar í kvöld þegar liðið steinlá 5-0 á móti Porto. 7. desember 2016 21:30
Marco Reus tryggði Dortmund toppsætið með marki í lokin | Sjáðu mörkin Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. 7. desember 2016 21:45