Þau kvöddu á árinu 2016 Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2016 13:00 Nancy Reagan, Leonard Cohen, Zaha Hadid, Alan Rickman, Harper Lee, Fídel Castro, Muhammad Ali, Prince og David Bowie féllu öll frá á árinu. Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug.Úr heimi stjórnmálannaBhumibol Taílandskonungur lést í október, 88 ára gamall. Hann var við andlátið sá þjóðhöfðingi sem lengst hafði setið á valdastóli – varð konungur árið 1946, þá einungis 18 ára. Á valdatíma hans voru nærri tuttugu valdarántilraunir gerðar og nokkrar þeirra heppnuðust, síðast árið 2014 þegar herinn tók völdin í landinu.Boutros Boutros-Ghali, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lést í febrúar, 93 ára að aldri. Egyptinn var sjötti aðalritari Sameinuðu þjóðanna og gegndi embættinu á árunum 1992 til 1996, og þurfti á þeim tíma meðal annars að fást við mál sem sneru að stríðinu á Balkanskaga og þjóðarmorðunum í Rwanda. Ganamaðurinn Kofi Annan tók við embættinu af Boutros-Ghali eftir að Bandaríkjastjórn lagðist gegn því að hann sæti annað kjörtímabil.Fídel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést þann 26. nóvember, níræður að aldri. Castro tók við forsetaembættinu í landinu árið 1959 og steig formlega af valdastóli árið 2008. Raul Castro, bróðir Fídel, tók þá vð forsetaembættinu.Rob Ford, fyrrverandi borgarstjóri Toronto-borgar í Kanada.Vísir/AFP Jo Cox, þingmaður breska Verkamannaflokksins, var myrt í Birstall í Bretlandi í júní. Hún var 41 árs að aldri. Morðið var framið nokkrum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um framtíð Bretlands innan ESB, en Cox barðist með áframhaldandi aðild Bretlands.Rob Ford, fyrrverandi borgarstjóri Toronto, lést í mars eftir baráttu við krabbamein. Hann var 46 ára gamall. Ford vakti heimsathygli fyrir ýmsa skandala í borgarstjóratíð sinni en hann viðurkenndi meðal annars að hafa reykt krakk.Thorbjörn Fälldin, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Miðflokksins, lést á heimili sínu í Ramvik í norðausturhluta Svíþjóðar þann 23. júlí, níræður að aldri. Fälldin gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1976 til 1978 og aftur 1979 til 1982.John Glenn, bandarískur geimfari og öldungardeildarþingmaður, lést í desember, 95 ára að aldri.Glenn var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara á braut um jörðu árið 1962, en eftir að hann hætti störfum hjá NASA gekk síðan til liðs við Demókrataflokkinn og var kjörinn öldungardeildarþingmaður árið 1974. Því sæti hélt hann til ársins 1999. Margot Honecker, fyrrverandi menntamálaráðherra Austur-Þýskalands, lést í maí, 89 ára að aldri. Hún gengdi ráðherraembættinu frá 1963 til 1989. Hún var eiginkona Erich Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, frá 1971 til 1989.Anker Jørgensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, lést í mars, 93 ára að aldri. Jørgensen gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1972 til 1973 og frá 1975 til 1982. Hann var formaður Jafnaðarmannaflokksins frá 1973 til 1987 og sat á þingi frá 1964 til ársins 1994.Islam Karimov, forseti Úsbekistans, lést í haust, 78 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins allt frá falli Sovétríkjanna árið 1991.Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Ísraels, lést í september, 93 ára að aldri. Hann gengdi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1986 og svo aftur 1995 til 1996 og svo embætti forseta á árunum 2007 til 2014.Nancy Reagan var forsetafrú Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989.Vísir/AFPNancy Reagan, eiginkona Bandaríkjaforsetans Ronald Reagan, lést þann 6. mars, 94 ára að aldri. Ronald Reagan gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989 en hann lést sjálfur árið 2004. Nancy, sem fæddist í New York, var leikkona í Hollywood á fimmta og sjötta áratugnum. Sem forsetafrú naut hún vinsælda á meðal bandarísku þjóðarinnar og er ef til vill þekktust fyrir herferð sína gegn eiturlyfjum sem bara heitið „Just Say No“ eða „Segðu bara nei.“Janet Reno, fyrsta konan til að gegna embætti dómsmálaráðherra í Bandaríkjunum, lést í nóvember, 78 ára að aldri. Reno gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bill Clinton á árunum 1993 til 2001. Antonin Scalia, bandarískurhæstaréttardómari, lést í febrúar, 79 ára að aldri. Hann var skipaður í réttinn árið 1986 og var einn af íhaldssömustu dómurum hans. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur enn ekki staðfest tilnefninguna. Donald Trump mun væntanlega tilnefna annan dómara í stað Garland á næsta ári.Phyllis Schlafly, bandarískur lögfræðingur og baráttukona fyrir íhaldssemi og gegn uppgangi feminisma, lést þann 5. september, 92 ára að aldri. Hún barðist harkalega gegn hugmyndum um svokallaðan jafnréttisviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar.Konstantinos Stephanopoulos, fyrrverandi forseti Grikklands, lést í nóvember, níræður að aldri. Stephanopoulos gegndi forsetaembættinu tvö kjörtímabil, frá árinu 1995 til 2005.Guido Westerwelle, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, lést þann 18. mars úr hvítblæði. Hann var 54 ára. Westerwelle varð ráðherra og aðstoðarkanslari í ríkisstjórn Angelu Merkel árið 2009 eftir mikinn kosningasigur flokks síns, Frjálsra demókrata.Charmian Carr lést í september.Vísir/AFPMenning, listir og fjölmiðlarRené Angélil, kanadíski söngvarinn og umboðsmaðurinn, lést þann 14. janúar, 73 ára að aldri. Angélil var eiginmaðursöngkonunnar Céline Dion.Alexis Arquette, bandarísk leikkona, lést í september, 47 ára að aldri. Systkinahópur Alexis samanstóð einnig af leikurum, þeim David, Rosönnu, Richmond og Patriciu. Alexis lék í kvikmyndum eins og Last Exit to Brooklyn, Pulp Fiction, Jumpin' at the Boneyard, Of Mice and Men, The Wedding Singer og Bride of Chucky.Kenny Baker, leikarinn sem lék R2-D2 í Star Wars myndunum, lést í ágúst, 81 árs að aldri.Sian Blake, bresk leikkona sem gerði garðinn frægan í sápupóperunni EastEnders, fannst látin í garði sínum ásamt tveimur sonum sínum í janúar. Hún varð 43 ára. Sambýlismaður hennar, Arthur Simpson-Kent, játaði að hafa orðið þeim að bana.David Bowie, breski söngvarinn, lést í janúar, 69 ára að aldri. Bowie er talinn vera einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma en ferill hans spannaði rúmlega fjörutíu ár. Bowie skaust upp á stjörnuhiminninn árið 1972 með plötu sinni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Bowie kom til Íslands árið 1996 og lék á Listahátíð í Reykjavík fyrir fullri Laugardalshöll.Charmian Carr, leikkonan semfór með hlutverk Liesl von Trapp í kvikmyndinni The Sound of Music, lést í september, 73 ára að aldri.Leonard Cohen, kanadíski tónlistarmaðurinn margverðlaunaði, lést í nóvember, 82 ára að aldri.Cohen var fæddur í Montreal og á löngum ferli samdi hann mörg minnisstæð og vinsæl lög á borð við Suzanne, So long, Marianne, I’m Your Man, Hallelujah og First We Take Manhattan. Hann gaf út sína fjórtándu plötu í haust.Ronnie Corbett, einn vinsælasti skemmtikraftur Bretlandseyja lést í mars, 85 ára að aldri. Corbett gerði meðal annars garðinn frægan í þáttunum The Two Ronnies þar sem hann lék á móti Ronnie Barker. Þá kom hann einnig reglulega fram í þætti David Frost, The Frost Report, á sjöunda áratugnum og í þáttunum Sorry! og No – That's Me Over Here!Gloria DeHaven, bandarísk leikkona, lést í júlí, 91 árs að aldri. Hún var ein af kvikmyndastjörnum gullaldartímabils Hollywood. Hún hóf feril sinn í Chaplin-myndinni Modern Times og átti síðar eftir að leika í fjölda stórmynda MGM.Patty Duke, bandarísk leikkona, lést í mars, 69 ára að aldri. Duke hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Helen Keller í The Miracle Worker árið 1962.Keith Emerson, hljómborðsleikari Emerson, Lake and Palmer, lést í mars á heimili sínu í Santa Monica, 71 árs að aldri. Emerson er af mörgum talinn einn albesti hljómborðsleikari proggrokk tímabilsins. Glenn Frey, einn söngvara og gítarleikara Eagles er lést í janúar, 67 ára gamall. Eagles var ein vinsælasta hljómsveit heims á áttunda áratugnum og er hvað þekktust fyrir lagið Hotel California, sem Frey samdi að hluta til.Christina Grimmie var skotin til bana eftir tónleika í Orlando í júní. Hún varð 22 ára.Vísir/GettyDario Fo, ítalska leikskáldið, lést í október, níræður að aldri. Fo hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1997, en hann ritaði fjölda pólitískra satíra á starfsævi sinni. Frægasta verk hans var líklegast Stjórnleysingi ferst af slysförum.Zsa Zsa Gabor, ungversk-bandarísk leikkona er látin, 99 ára að aldri. Hún hóf feril sinn á sviði í Vínarborg, verð Ungfrú Ungverjaland árið 1936 og fluttist til Bandaríkjanna árið 1941. Hún lék í rúmlega sjötíu kvikmyndum á ferli sínum en var þó einna þekktust fyrir skrautlegan lífstíl og fyrir að hafa gifst níu sinnum.Julie Gregg, bandarísk leikkona, lést í nóvember, 79 ára að aldri. Hún er frægust fyrir hlutverk sitt sem Sandra Corleone í myndinni um Guðföðurinn.Christina Grimmie, bandarísk söngkona, var skotin til bana eftir tónleika sína í Orlando í júní. Hún varð 22 ára.Grimmie hafði öðlast nokkra frægð eftir að hún lenti í þriðja sæti í hinum geysivinsælu þáttum The Voice árið 2014, en hún byrjaði feril sinn á YouTube. Morðingi hennar gekk upp að henni þar sem hún var að gefa eiginhandaráritanir að tónleikum loknum.Zaha Hadid, breski akritektinn, lést í mars, 65 ára að aldri. Hadid var jafnan nefnd drottning hinnar bogadregnu línu og skilur hún eftir sig gullfallegar og byltingarkenndar byggingar víða um heim. Var hún fyrsta konan til þess að hljóta sérstök heiðursverðlaun The Royal Institute of British Architects. Var hún jafnan talin virtasti arkítekt samtímans.Guy Hamilton, breskur leikstjóri, lést í apríl, 93 ára að aldri. Hann leikstýrði 22 kvikmyndum á sjötta áratugnum og fram á þann níunda, þar af fjórum kvikmyndum um James Bond.Curtis Hanson, bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést þann 20. september, 71 árs að aldri. Hanson var einna þekktastur fyrir kvikmyndina L.A Confidential, en hann fékk Óskarinn fyrir handrit þeirrar myndar. Þá leikstýrði hann jafnframt myndinni vinsælu 8 Mile með Eminem.Florence Henderson, bandarísk leikkona, lést í nóvember, 82 ára að aldri. Henderson gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem móðir Brady-fjölskyldunnar í þáttunum The Brady Bunch.Gwen Ifill, bandarísk fréttakona, lést í nóvember, 61 árs að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Hún var meðal annars þáttastjórnandi NewsHour á sjónvarpsstöðinni PBS.George Martin, fimmti Bítillinn.Vísir/EPAGeorge Kennedy, bandaríski leikarinn, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Kennedy vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Cool Hand Luke þar sem hann lék á móti Paul Newman. Þá fór hann með hlutverk lögreglustjórans Ed Hocken í Naked Gun myndunum, auk þess að koma fram í myndum á borð við Earthquake og Airport. Greg Lake, einn þremenninganna úr rokkhljómsveitinni Emerson, Lake og Palmer, lést í desember, 69 ára að aldri. Lake var söngvari og bassaleikari sveitarinnar.Harper Lee, höfundur bókarinnar To Kill A Mockingbird, lést í febrúar, 89 ára gömul. Bókin fjallaði um kynþáttafordóma í suðurríkjum Bandaríkjanna og er af mörgum talin ein besta skáldsaga allra tíma. To Kill A Mockingbird var gefin út árið 1960 og sendi Lee ekki frá sér aðra skáldsögu þar til á síðasta ári þegar Go Set A Watchman, framhald To Kill a Mockingbord, kom út.George Martin lést í mars, níræður að aldri. Martin var oft kallaður fimmti Bítillinn því hann var upptökustjóri á plötum þessarar vinsælustu hljómsveitar sögunnar.Prince, bandaríski tónlistarmaðurinn, lést í apríl, 57 ára að aldri.Prince var einn afkasta- og áhrifamesti listamaður tónlistarsögunnar. Þannig gaf hann út alls 39 plötur á sínum ferli, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er líklegast Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hann var margverðlaunaður fyrir tónlist sína og hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Purple Rain.Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í janúar, 69 ára að aldri. Rickman hafði gert garðinn frægan sem sviðsleikari í London, en sló í gegn árið 1988 þegar hann fór með hlutverk illmennisins Hans Gruber í myndinni Die Hard, þá 41 árs gamall. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape prófessor í Harry Potter-myndunum.Doris Roberts naut mikilla vinsælda fyrir hlutverk sitt í þáttunum Everybody Loves Raymond.Vísir/GettyDoris Roberts, bandarísk leikkona sem var ein aðalstjarna þáttanna Everybody Loves Raymond, lést þann 18. apríl, níræð að aldri. Hún vann til fimm Emmyverðlauna á starfsferli sínum, þar af fjögur fyrir hlutverk sitt sem móðir Raymond, Marie.Sonia Rykiel, franski fatahönnuðurinn, lést í ágúst, 86 ára að aldri. Hún giftist Sam Rykiel árið 1953 en hann rak tískuverslun. Það var í þeirri verslun sem að Sonia byrjaði að selja sínar fyrstu peysur en hún hefur oft verið kölluð drottning prjónaflíkanna. Andrew Sachs, breskur leikari, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þjónninn Manuel í þáttunum Fawlty Towers, eða Hótel Tindastól, sem skartaði John Cleese í hlutverki hóteleigandans Basil Fawlty.Morley Safer, kanadíski fréttamaðurinn, lést í maí, 84 ára að aldri. Safer var einn þekktasti sjónvarps- og fréttamaður heims og átti að baki 46 ára starfsferil í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum.Toots Thielemans, belgíski djassleikarinn, lést í ágúst, 94 ára að aldri. Hann varð sérstaklega frægur fyrir munnhörpuleik sinn.Sir Terry Wogan féll frá á árinu.Vísir/GettyVanity, kanadíska söng- og leikkonan, lést í febrúar, 57 ára að aldri. Hún hét réttu nafni Denise Matthews og var aðalsöngkonan sveitarinnar Vanity 6 sem naut vinsælda við upphaf níunda áratugarins.Peter Vaughan, breskur leikari sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Game of Thrones og Porridge, lést í desember, 93 ára að aldri. Hann lék Maester Aemon í Game of Thrones og Grouty í Porridge.Elie Wiesel, rithöfundur lést í júlí, 87 ára að aldri. Wiesel hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1986, en hann skrifaði bækur um reynslu sína sem unglingur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz og Buchenwald. Hann fæddist í Rúmeníu en fluttist til Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum.Gene Wilder, bandarískur leikari, lést í lok ágúst, 83 ára að aldri.Wilder var best þekktur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Blazing Saddles, Young Frankenstein og Willy Wonka and The Chocolate Factory.Victoria Wood, breska leikkonan og grínistinn, lést í apríl, 62 ára að aldri. Hún átti langan feril að baki í bresku sjónvarpi og vann til fjölda BAFTA-verðlauna, meðal annars fyrir Victoria Wood as Seen on TV og þættina Housewife, 49.Terry Wogan, breski þáttastjórnandinn, lést í janúar, 77 ára að aldri. Wogan stjórnaði þáttum í útvarpi og sjónvarpi í hálfa öld, þar á meðal sínum eigin spjallþætti hjá breska ríkisútvarpinu. Hann lýsti Eurovision-söngvakeppninni í mörg ár og kom Bretum af stað út í daginn með morgunþættinum vinsæla Wake up to Wogan.Anton Yelchin, bandarískur leikari lést í bílslysi í júní. Yelchin lék í myndum á borð við Star Trek og Alpha Dog. Hann varð aðeins 27 ára gamall.Hollenska knattspyrnugoðsögnin Johan Cruyff lést á árinu.Vísir/GettyÍþróttirMuhammad Ali, bandaríska hnefaleikagoðsögnin, lést í júní, 74 ára að aldri. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann hlaut fyrst heimsfrægð með því að vinna gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum.Dalian Atkinson, fyrrum leikmaður Aston Villa, lést ágúst eftir að hafa verið skotinn með rafbyssu af lögreglu í Bretlandi. Hann varð 48 ára. Atkinson var frábær framherji á sínum tíma og skoraði meðal annars í úrslitum deildabikarsins á Wembley árið 1994 er Villa lagði Manchester United.Vera Caslavska, fimleikakona frá Tékkkandi, lést í ágúst, 74 ára að aldri. Hún vann meðal ananrs til fjölda gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tokýó 1964 og Mexíkóborg 1968.Johan Cruyff, einn besti knattspyrnumaður Hollands frá upphafi, lést í mars eftir baráttu við krabbamein. Hann var 68 ára. Cruyff átti magnaðan knattspyrnuferil og hlaut þrívegis Gullboltann fyrir að vera valinn knattspyrnumaður ársins - 1971, 1973 og 1974.Joao Havelange, fyrrverandi forseti FIFA, lést í ágúst, 100 ára að aldri. Brasilíumaðurinn var formaður FIFA í 24 ár, frá 1974 til 1998.Cesare Maldini, knattspyrnumaður og þjálfari, lést í apríl, 84 ára að aldri. Maldini varð fjórum sinnum ítalskur meistari sem leikmaður auk þess sem hann var fyrirliði fyrsta Milan-liðsins sem vann Evrópukeppni Meistaraliða árið 1963. Sonur Cesare, Paolo, fetaði svo í fótspor föður síns en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu Milan og vann ótal titla með félaginu. Cesare þjálfaði ítalska landsliðið frá 1996 til 1998.Arnold Palmer, bandarískur kylfingur, lést í september, 87 ára gamall. Palmer var einn vinsælasti kylfingur sögunnar og í raun fyrsta stjarna íþróttarinnar eftir að sjónvarpið kom til sögunnar. Hann vann 62 sigra á PGA mótaröðinni auk þess að vinna fjórum sinnum sigur á Masters mótinu, tvisvar á Opna breska og einu sinni Opna bandaríska.Nina Ponomaryova, rússneskur kringlukastari, lést í ágúst, 87 ára að aldri. Hún varð fyrsti Ólympíumeistari Sovétríkjanna þegar hún varð til gullverðlauna á leikunum 1952.Uppfært:George Michael, breski söngvarinn, lést á jóladag, 53 ára aldri. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham, en eftir að sú sveit hætti hóf Michael farsælan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans, Faith, kom út árið 1987 og seldist hún í yfir 20 milljónum eintaka.Carrie Fisher, bandarísk leikkona og rithöfundur, lést þann 27. desember, sextug að aldri. Fisher gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum.Vera Rubin, bandaríski stjörnufræðingurinn, lést í desember, 88 ára að aldri. Rubin var þekkt fyrir rannsóknir sínar á stjörnuþokum og fyrir framlag sitt til uppgötvunar á hulduefni (e. dark matter). Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug.Úr heimi stjórnmálannaBhumibol Taílandskonungur lést í október, 88 ára gamall. Hann var við andlátið sá þjóðhöfðingi sem lengst hafði setið á valdastóli – varð konungur árið 1946, þá einungis 18 ára. Á valdatíma hans voru nærri tuttugu valdarántilraunir gerðar og nokkrar þeirra heppnuðust, síðast árið 2014 þegar herinn tók völdin í landinu.Boutros Boutros-Ghali, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lést í febrúar, 93 ára að aldri. Egyptinn var sjötti aðalritari Sameinuðu þjóðanna og gegndi embættinu á árunum 1992 til 1996, og þurfti á þeim tíma meðal annars að fást við mál sem sneru að stríðinu á Balkanskaga og þjóðarmorðunum í Rwanda. Ganamaðurinn Kofi Annan tók við embættinu af Boutros-Ghali eftir að Bandaríkjastjórn lagðist gegn því að hann sæti annað kjörtímabil.Fídel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést þann 26. nóvember, níræður að aldri. Castro tók við forsetaembættinu í landinu árið 1959 og steig formlega af valdastóli árið 2008. Raul Castro, bróðir Fídel, tók þá vð forsetaembættinu.Rob Ford, fyrrverandi borgarstjóri Toronto-borgar í Kanada.Vísir/AFP Jo Cox, þingmaður breska Verkamannaflokksins, var myrt í Birstall í Bretlandi í júní. Hún var 41 árs að aldri. Morðið var framið nokkrum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um framtíð Bretlands innan ESB, en Cox barðist með áframhaldandi aðild Bretlands.Rob Ford, fyrrverandi borgarstjóri Toronto, lést í mars eftir baráttu við krabbamein. Hann var 46 ára gamall. Ford vakti heimsathygli fyrir ýmsa skandala í borgarstjóratíð sinni en hann viðurkenndi meðal annars að hafa reykt krakk.Thorbjörn Fälldin, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Miðflokksins, lést á heimili sínu í Ramvik í norðausturhluta Svíþjóðar þann 23. júlí, níræður að aldri. Fälldin gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1976 til 1978 og aftur 1979 til 1982.John Glenn, bandarískur geimfari og öldungardeildarþingmaður, lést í desember, 95 ára að aldri.Glenn var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara á braut um jörðu árið 1962, en eftir að hann hætti störfum hjá NASA gekk síðan til liðs við Demókrataflokkinn og var kjörinn öldungardeildarþingmaður árið 1974. Því sæti hélt hann til ársins 1999. Margot Honecker, fyrrverandi menntamálaráðherra Austur-Þýskalands, lést í maí, 89 ára að aldri. Hún gengdi ráðherraembættinu frá 1963 til 1989. Hún var eiginkona Erich Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, frá 1971 til 1989.Anker Jørgensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, lést í mars, 93 ára að aldri. Jørgensen gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1972 til 1973 og frá 1975 til 1982. Hann var formaður Jafnaðarmannaflokksins frá 1973 til 1987 og sat á þingi frá 1964 til ársins 1994.Islam Karimov, forseti Úsbekistans, lést í haust, 78 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins allt frá falli Sovétríkjanna árið 1991.Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og forseti Ísraels, lést í september, 93 ára að aldri. Hann gengdi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1986 og svo aftur 1995 til 1996 og svo embætti forseta á árunum 2007 til 2014.Nancy Reagan var forsetafrú Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989.Vísir/AFPNancy Reagan, eiginkona Bandaríkjaforsetans Ronald Reagan, lést þann 6. mars, 94 ára að aldri. Ronald Reagan gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989 en hann lést sjálfur árið 2004. Nancy, sem fæddist í New York, var leikkona í Hollywood á fimmta og sjötta áratugnum. Sem forsetafrú naut hún vinsælda á meðal bandarísku þjóðarinnar og er ef til vill þekktust fyrir herferð sína gegn eiturlyfjum sem bara heitið „Just Say No“ eða „Segðu bara nei.“Janet Reno, fyrsta konan til að gegna embætti dómsmálaráðherra í Bandaríkjunum, lést í nóvember, 78 ára að aldri. Reno gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bill Clinton á árunum 1993 til 2001. Antonin Scalia, bandarískurhæstaréttardómari, lést í febrúar, 79 ára að aldri. Hann var skipaður í réttinn árið 1986 og var einn af íhaldssömustu dómurum hans. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur enn ekki staðfest tilnefninguna. Donald Trump mun væntanlega tilnefna annan dómara í stað Garland á næsta ári.Phyllis Schlafly, bandarískur lögfræðingur og baráttukona fyrir íhaldssemi og gegn uppgangi feminisma, lést þann 5. september, 92 ára að aldri. Hún barðist harkalega gegn hugmyndum um svokallaðan jafnréttisviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar.Konstantinos Stephanopoulos, fyrrverandi forseti Grikklands, lést í nóvember, níræður að aldri. Stephanopoulos gegndi forsetaembættinu tvö kjörtímabil, frá árinu 1995 til 2005.Guido Westerwelle, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, lést þann 18. mars úr hvítblæði. Hann var 54 ára. Westerwelle varð ráðherra og aðstoðarkanslari í ríkisstjórn Angelu Merkel árið 2009 eftir mikinn kosningasigur flokks síns, Frjálsra demókrata.Charmian Carr lést í september.Vísir/AFPMenning, listir og fjölmiðlarRené Angélil, kanadíski söngvarinn og umboðsmaðurinn, lést þann 14. janúar, 73 ára að aldri. Angélil var eiginmaðursöngkonunnar Céline Dion.Alexis Arquette, bandarísk leikkona, lést í september, 47 ára að aldri. Systkinahópur Alexis samanstóð einnig af leikurum, þeim David, Rosönnu, Richmond og Patriciu. Alexis lék í kvikmyndum eins og Last Exit to Brooklyn, Pulp Fiction, Jumpin' at the Boneyard, Of Mice and Men, The Wedding Singer og Bride of Chucky.Kenny Baker, leikarinn sem lék R2-D2 í Star Wars myndunum, lést í ágúst, 81 árs að aldri.Sian Blake, bresk leikkona sem gerði garðinn frægan í sápupóperunni EastEnders, fannst látin í garði sínum ásamt tveimur sonum sínum í janúar. Hún varð 43 ára. Sambýlismaður hennar, Arthur Simpson-Kent, játaði að hafa orðið þeim að bana.David Bowie, breski söngvarinn, lést í janúar, 69 ára að aldri. Bowie er talinn vera einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma en ferill hans spannaði rúmlega fjörutíu ár. Bowie skaust upp á stjörnuhiminninn árið 1972 með plötu sinni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Bowie kom til Íslands árið 1996 og lék á Listahátíð í Reykjavík fyrir fullri Laugardalshöll.Charmian Carr, leikkonan semfór með hlutverk Liesl von Trapp í kvikmyndinni The Sound of Music, lést í september, 73 ára að aldri.Leonard Cohen, kanadíski tónlistarmaðurinn margverðlaunaði, lést í nóvember, 82 ára að aldri.Cohen var fæddur í Montreal og á löngum ferli samdi hann mörg minnisstæð og vinsæl lög á borð við Suzanne, So long, Marianne, I’m Your Man, Hallelujah og First We Take Manhattan. Hann gaf út sína fjórtándu plötu í haust.Ronnie Corbett, einn vinsælasti skemmtikraftur Bretlandseyja lést í mars, 85 ára að aldri. Corbett gerði meðal annars garðinn frægan í þáttunum The Two Ronnies þar sem hann lék á móti Ronnie Barker. Þá kom hann einnig reglulega fram í þætti David Frost, The Frost Report, á sjöunda áratugnum og í þáttunum Sorry! og No – That's Me Over Here!Gloria DeHaven, bandarísk leikkona, lést í júlí, 91 árs að aldri. Hún var ein af kvikmyndastjörnum gullaldartímabils Hollywood. Hún hóf feril sinn í Chaplin-myndinni Modern Times og átti síðar eftir að leika í fjölda stórmynda MGM.Patty Duke, bandarísk leikkona, lést í mars, 69 ára að aldri. Duke hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Helen Keller í The Miracle Worker árið 1962.Keith Emerson, hljómborðsleikari Emerson, Lake and Palmer, lést í mars á heimili sínu í Santa Monica, 71 árs að aldri. Emerson er af mörgum talinn einn albesti hljómborðsleikari proggrokk tímabilsins. Glenn Frey, einn söngvara og gítarleikara Eagles er lést í janúar, 67 ára gamall. Eagles var ein vinsælasta hljómsveit heims á áttunda áratugnum og er hvað þekktust fyrir lagið Hotel California, sem Frey samdi að hluta til.Christina Grimmie var skotin til bana eftir tónleika í Orlando í júní. Hún varð 22 ára.Vísir/GettyDario Fo, ítalska leikskáldið, lést í október, níræður að aldri. Fo hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1997, en hann ritaði fjölda pólitískra satíra á starfsævi sinni. Frægasta verk hans var líklegast Stjórnleysingi ferst af slysförum.Zsa Zsa Gabor, ungversk-bandarísk leikkona er látin, 99 ára að aldri. Hún hóf feril sinn á sviði í Vínarborg, verð Ungfrú Ungverjaland árið 1936 og fluttist til Bandaríkjanna árið 1941. Hún lék í rúmlega sjötíu kvikmyndum á ferli sínum en var þó einna þekktust fyrir skrautlegan lífstíl og fyrir að hafa gifst níu sinnum.Julie Gregg, bandarísk leikkona, lést í nóvember, 79 ára að aldri. Hún er frægust fyrir hlutverk sitt sem Sandra Corleone í myndinni um Guðföðurinn.Christina Grimmie, bandarísk söngkona, var skotin til bana eftir tónleika sína í Orlando í júní. Hún varð 22 ára.Grimmie hafði öðlast nokkra frægð eftir að hún lenti í þriðja sæti í hinum geysivinsælu þáttum The Voice árið 2014, en hún byrjaði feril sinn á YouTube. Morðingi hennar gekk upp að henni þar sem hún var að gefa eiginhandaráritanir að tónleikum loknum.Zaha Hadid, breski akritektinn, lést í mars, 65 ára að aldri. Hadid var jafnan nefnd drottning hinnar bogadregnu línu og skilur hún eftir sig gullfallegar og byltingarkenndar byggingar víða um heim. Var hún fyrsta konan til þess að hljóta sérstök heiðursverðlaun The Royal Institute of British Architects. Var hún jafnan talin virtasti arkítekt samtímans.Guy Hamilton, breskur leikstjóri, lést í apríl, 93 ára að aldri. Hann leikstýrði 22 kvikmyndum á sjötta áratugnum og fram á þann níunda, þar af fjórum kvikmyndum um James Bond.Curtis Hanson, bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést þann 20. september, 71 árs að aldri. Hanson var einna þekktastur fyrir kvikmyndina L.A Confidential, en hann fékk Óskarinn fyrir handrit þeirrar myndar. Þá leikstýrði hann jafnframt myndinni vinsælu 8 Mile með Eminem.Florence Henderson, bandarísk leikkona, lést í nóvember, 82 ára að aldri. Henderson gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem móðir Brady-fjölskyldunnar í þáttunum The Brady Bunch.Gwen Ifill, bandarísk fréttakona, lést í nóvember, 61 árs að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Hún var meðal annars þáttastjórnandi NewsHour á sjónvarpsstöðinni PBS.George Martin, fimmti Bítillinn.Vísir/EPAGeorge Kennedy, bandaríski leikarinn, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Kennedy vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Cool Hand Luke þar sem hann lék á móti Paul Newman. Þá fór hann með hlutverk lögreglustjórans Ed Hocken í Naked Gun myndunum, auk þess að koma fram í myndum á borð við Earthquake og Airport. Greg Lake, einn þremenninganna úr rokkhljómsveitinni Emerson, Lake og Palmer, lést í desember, 69 ára að aldri. Lake var söngvari og bassaleikari sveitarinnar.Harper Lee, höfundur bókarinnar To Kill A Mockingbird, lést í febrúar, 89 ára gömul. Bókin fjallaði um kynþáttafordóma í suðurríkjum Bandaríkjanna og er af mörgum talin ein besta skáldsaga allra tíma. To Kill A Mockingbird var gefin út árið 1960 og sendi Lee ekki frá sér aðra skáldsögu þar til á síðasta ári þegar Go Set A Watchman, framhald To Kill a Mockingbord, kom út.George Martin lést í mars, níræður að aldri. Martin var oft kallaður fimmti Bítillinn því hann var upptökustjóri á plötum þessarar vinsælustu hljómsveitar sögunnar.Prince, bandaríski tónlistarmaðurinn, lést í apríl, 57 ára að aldri.Prince var einn afkasta- og áhrifamesti listamaður tónlistarsögunnar. Þannig gaf hann út alls 39 plötur á sínum ferli, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er líklegast Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hann var margverðlaunaður fyrir tónlist sína og hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Purple Rain.Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í janúar, 69 ára að aldri. Rickman hafði gert garðinn frægan sem sviðsleikari í London, en sló í gegn árið 1988 þegar hann fór með hlutverk illmennisins Hans Gruber í myndinni Die Hard, þá 41 árs gamall. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape prófessor í Harry Potter-myndunum.Doris Roberts naut mikilla vinsælda fyrir hlutverk sitt í þáttunum Everybody Loves Raymond.Vísir/GettyDoris Roberts, bandarísk leikkona sem var ein aðalstjarna þáttanna Everybody Loves Raymond, lést þann 18. apríl, níræð að aldri. Hún vann til fimm Emmyverðlauna á starfsferli sínum, þar af fjögur fyrir hlutverk sitt sem móðir Raymond, Marie.Sonia Rykiel, franski fatahönnuðurinn, lést í ágúst, 86 ára að aldri. Hún giftist Sam Rykiel árið 1953 en hann rak tískuverslun. Það var í þeirri verslun sem að Sonia byrjaði að selja sínar fyrstu peysur en hún hefur oft verið kölluð drottning prjónaflíkanna. Andrew Sachs, breskur leikari, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þjónninn Manuel í þáttunum Fawlty Towers, eða Hótel Tindastól, sem skartaði John Cleese í hlutverki hóteleigandans Basil Fawlty.Morley Safer, kanadíski fréttamaðurinn, lést í maí, 84 ára að aldri. Safer var einn þekktasti sjónvarps- og fréttamaður heims og átti að baki 46 ára starfsferil í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum.Toots Thielemans, belgíski djassleikarinn, lést í ágúst, 94 ára að aldri. Hann varð sérstaklega frægur fyrir munnhörpuleik sinn.Sir Terry Wogan féll frá á árinu.Vísir/GettyVanity, kanadíska söng- og leikkonan, lést í febrúar, 57 ára að aldri. Hún hét réttu nafni Denise Matthews og var aðalsöngkonan sveitarinnar Vanity 6 sem naut vinsælda við upphaf níunda áratugarins.Peter Vaughan, breskur leikari sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Game of Thrones og Porridge, lést í desember, 93 ára að aldri. Hann lék Maester Aemon í Game of Thrones og Grouty í Porridge.Elie Wiesel, rithöfundur lést í júlí, 87 ára að aldri. Wiesel hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1986, en hann skrifaði bækur um reynslu sína sem unglingur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz og Buchenwald. Hann fæddist í Rúmeníu en fluttist til Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum.Gene Wilder, bandarískur leikari, lést í lok ágúst, 83 ára að aldri.Wilder var best þekktur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Blazing Saddles, Young Frankenstein og Willy Wonka and The Chocolate Factory.Victoria Wood, breska leikkonan og grínistinn, lést í apríl, 62 ára að aldri. Hún átti langan feril að baki í bresku sjónvarpi og vann til fjölda BAFTA-verðlauna, meðal annars fyrir Victoria Wood as Seen on TV og þættina Housewife, 49.Terry Wogan, breski þáttastjórnandinn, lést í janúar, 77 ára að aldri. Wogan stjórnaði þáttum í útvarpi og sjónvarpi í hálfa öld, þar á meðal sínum eigin spjallþætti hjá breska ríkisútvarpinu. Hann lýsti Eurovision-söngvakeppninni í mörg ár og kom Bretum af stað út í daginn með morgunþættinum vinsæla Wake up to Wogan.Anton Yelchin, bandarískur leikari lést í bílslysi í júní. Yelchin lék í myndum á borð við Star Trek og Alpha Dog. Hann varð aðeins 27 ára gamall.Hollenska knattspyrnugoðsögnin Johan Cruyff lést á árinu.Vísir/GettyÍþróttirMuhammad Ali, bandaríska hnefaleikagoðsögnin, lést í júní, 74 ára að aldri. Ali var einn þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann fæddist í Kentucky-ríki árið 1942 og var skírður Cassius Marcellus Clay. Hann hlaut fyrst heimsfrægð með því að vinna gullverðlaun í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Með sigri sínum á Sonny Liston árið 1964 varð Ali heimsmeistari í fyrsta sinn en hann átti eftir að vera fyrstur allra til að vinna þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt. Hann lagði hanskana á hilluna árið 1981 og hafði þá unnið 56 af 61 slag á ferlinum.Dalian Atkinson, fyrrum leikmaður Aston Villa, lést ágúst eftir að hafa verið skotinn með rafbyssu af lögreglu í Bretlandi. Hann varð 48 ára. Atkinson var frábær framherji á sínum tíma og skoraði meðal annars í úrslitum deildabikarsins á Wembley árið 1994 er Villa lagði Manchester United.Vera Caslavska, fimleikakona frá Tékkkandi, lést í ágúst, 74 ára að aldri. Hún vann meðal ananrs til fjölda gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tokýó 1964 og Mexíkóborg 1968.Johan Cruyff, einn besti knattspyrnumaður Hollands frá upphafi, lést í mars eftir baráttu við krabbamein. Hann var 68 ára. Cruyff átti magnaðan knattspyrnuferil og hlaut þrívegis Gullboltann fyrir að vera valinn knattspyrnumaður ársins - 1971, 1973 og 1974.Joao Havelange, fyrrverandi forseti FIFA, lést í ágúst, 100 ára að aldri. Brasilíumaðurinn var formaður FIFA í 24 ár, frá 1974 til 1998.Cesare Maldini, knattspyrnumaður og þjálfari, lést í apríl, 84 ára að aldri. Maldini varð fjórum sinnum ítalskur meistari sem leikmaður auk þess sem hann var fyrirliði fyrsta Milan-liðsins sem vann Evrópukeppni Meistaraliða árið 1963. Sonur Cesare, Paolo, fetaði svo í fótspor föður síns en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu Milan og vann ótal titla með félaginu. Cesare þjálfaði ítalska landsliðið frá 1996 til 1998.Arnold Palmer, bandarískur kylfingur, lést í september, 87 ára gamall. Palmer var einn vinsælasti kylfingur sögunnar og í raun fyrsta stjarna íþróttarinnar eftir að sjónvarpið kom til sögunnar. Hann vann 62 sigra á PGA mótaröðinni auk þess að vinna fjórum sinnum sigur á Masters mótinu, tvisvar á Opna breska og einu sinni Opna bandaríska.Nina Ponomaryova, rússneskur kringlukastari, lést í ágúst, 87 ára að aldri. Hún varð fyrsti Ólympíumeistari Sovétríkjanna þegar hún varð til gullverðlauna á leikunum 1952.Uppfært:George Michael, breski söngvarinn, lést á jóladag, 53 ára aldri. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham, en eftir að sú sveit hætti hóf Michael farsælan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans, Faith, kom út árið 1987 og seldist hún í yfir 20 milljónum eintaka.Carrie Fisher, bandarísk leikkona og rithöfundur, lést þann 27. desember, sextug að aldri. Fisher gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum.Vera Rubin, bandaríski stjörnufræðingurinn, lést í desember, 88 ára að aldri. Rubin var þekkt fyrir rannsóknir sínar á stjörnuþokum og fyrir framlag sitt til uppgötvunar á hulduefni (e. dark matter).
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira