Porto og Sevilla síðustu liðin inn í sextán liða úrslitin | Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 22:00 Gonzalo Higuaín fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira