Porto og Sevilla síðustu liðin inn í sextán liða úrslitin | Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 22:00 Gonzalo Higuaín fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Porto frá Portúgal og Sevilla frá Spáni voru tvö síðustu liðin sem tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Borussia Dortmund og Juventus tryggðu sér toppsætið í sínum riðlum.Juventus tryggði sér toppsætið í H-riðli eftir 2-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. Gonzalo Higuaín skoraði fyrra markið en Daniele Rugani skoraði það síðara eftir sendingu frá Miralem Pjanic. Sevilla nægði jafntefli á útivelli á móti Lyon til að komast í sextán liða úrslitin og markalaust jafntefli urðu úrslitin í Frakklandi.Porto tryggði sér annað sætið í G-riðli eftir 5-0 stórsigur á Englandsmeisturum Leicester City en Leicester var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn. FC Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Club Brugge á útivelli og átti möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum en aðeins ef Porto tapaði stigum. Það kom fljótlega í ljós að Leicester var ekki að fara gera neitt af viti í Portúgal í kvöld.Varamaðurinn Marco Reus skoraði jöfnunarmark Borussia Dortmund tveimur mínútum fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu ekki aðeins 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu heldur einnig toppsæti riðilsins. Legia Warsjá fer í Evrópudeildina eftir 1-0 heimasigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon sem situr eftir með sárt ennið. Guilherme var hetja pólska liðsins.Bayer Leverkusen vann 3-0 stórsigur á toppliði Mónakó en það skipti ekki máli því franska liðið var búið að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Tottenham þurfti að vinna CSKA Moskvu til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og það tókst eftir smá bras í byrjun þar sem Rússarnir komust í 1-0. Tottenham svaraði með þremur mörkum og vann sinn fyrsta Evrópusigur á Wembley á tímabilinu.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Mónakó 3-0 1-0 Vladlen Yurchenko (30.), 2-0 Julian Brandt (48.), 3-0 Sjálfsmark Morgan De Sanctis (82.)Tottenham - CSKA Moskva 3-1 0-1 Alan Dzagoev (33.), 1-1 Dele Alli (38.), 2-1 Harry Kane (45.), 3-1 Sjálfsmark Igor Akinfeev (77.).F-riðillLegia Warsjá - Sporting 1-0 1-0 Guilherme (30.)Real Madrid - Borussia Dortmund 2-2 1-0 Karim Benzema (28.), 2-0 Karim Benzema (53.), 2-1 Pierre-Emerik Aubameyang (61.), 2-2 Marco Reus (88.).G-riðillClub Brugge - FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Sjálfsmark Brandon Mechele (8.), 0-2 Mathias Jørgensen (15.)Porto - Leicester 5-0 1-0 André Silva (6.), 2-0 Jesús Corona (26.), 3-0 Yacine Brahimi (44.), 4-0 André Silva (64.), 5-0 Jota (77.)H-riðillJuventus - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (52.), 2-0 Daniele Rugani (73.)Lyon - Sevilla 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira