Talandi um Brúnegg Guðmundur Edgarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun