Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 12:15 Lára vinnur Ferðastiklur með föður sínum, Ómari Ragnarssyni sem þekkir landið betur en flestir. Vísir/Arnþór Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Reyndir leiðsögumenn telja að þar hafi náttúrunni verið gerður mikill grikkur en til þessa hefur verið þegjandi samkomulag um að skrifa og birta sem allra fæstar myndir af perlunni, Rauðufossakvísl. Málið er til umræðu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook þar sem Árni Tryggvason leiðsögumaður vekur máls á umfjölluninni, og sitt sýnist hverjum. Árni segir einn leyndardómsfyllsta stað landsins hafa verið afhjúpaðan. Vandamálið er óttinn um átroðning ferðamanna á viðkvæmum svæðum, eitthvað sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár með auknum fjölda gesta að utan. Google leit leiðir í ljós að eitthvað hefur verið um myndbirtingar af fossinum á innlendum sem erlendum síðum en ljóst er sömuleiðis að meðalmaðurinn þekkir ekki til þessarar náttúruperlu.Árni Tryggvason.Mynd/ÁrniGagntekinn af fegurðinni „Sjálfur kom ég þar í fyrsta sinn sl. sumar og var einn á ferð. Ég fullyrði að ég varð gagntekinn af fegurð staðarins og gætti þess eftir að heim var komið að segja engum frá staðsetningunni og þær myndir sem ég birti gáfu ekki vísbendingar um staðsetninguna. Þetta hafa verið óskrifuð lög þeirra sem þar hafa komið í gegnum tíðina,“ segir Árni sem ákvað að birta nú myndir af kvíslinni, bæði í fyrrnefndum hópi áhugamanna um ferðamennsku og á eigin vegg. „Í kvöld gerðist það að leyndin var rofin og búast má við stórauknum straum fólks á þennan ofurviðkvæma stað í kjölfarið. Þetta er samt vart á færi annarra en gönguvanra og sem betur fer liggur enginn vegur þar að. En nú verða aðilar í ferðaþjónustu að sverja þess eið, að fara ekki þarna með hópa og ekki undir neinum kringumstæðum skipuleggja þangað ferðir.“ Þá er til umræðu í hópnum að Lára hafi gengið utan stíga. Gerði hópur ferðamanna slíkt hið sama þá yrði svæðið fyrir miklum skemmdum.Dómadalsleið.Kort/Nat.isOf viðkvæmur staður Árni segir staðinn of viðkvæman og sum svæði eigi einfaldlega ekki að leggja undir ferðamennsku þó önnur beri það vel. „Höfum það þannig áfram að þeir sem hafa getu, bæði til göngu og til að rata verði þeir sem berji dýrðina augum, en þurfi þá jafnframt að miðla öðrum af nærgætni. Enn finnast staðir sem þessir og þagnarmúrarnir um þá munu hækka og styrkjast bregðist fólk á þessu prófi.“ Leiðsögumaðurinn minnir þó á að mikilvægt geti verið að fólk verði meðvitað um náttúruperlur sem þessar svo þær verði ekki virkjunum og lónum þeirra að bráð. Eins og hafi verið tilfellið þegar Kárahnjúkavirkjun varð að veruleika. „En höfum í huga að í námunda við þennan stað er svæði sem orkufyrirtæki hafa ásælst en er nú í friðunarflokki. Það er lítil pólitísk ákvörðun að aflétta því. En þessi staður er í beinni línu á milli þess jarðhitasvæðis og stærsta orkuverasvæðis landins, þannig að þarna yrði línulögn ekki óhugsandi. Já og því þætti „orkumönnum“ sjálfsagt að spilla svæðinu þar sem „svo fáir þekkja það.“Jason Momoa í pottinum á Gjögri.Regluleg umræða Umræða um náttúruperlur á Íslandi og leynimakk til að varðveita þær betur kemur reglulega upp. Þannig hafa ekki allir verið sáttir við útgáfu bókarinnar Heitar laugar á Íslandi. Einnig hafa heimamenn í Gjögri á Ströndum ekki verið sáttir við heimsókn ókunnugra, hvort sem er Hollywood-stjarna eða annarra, í forlátan heitan pott á svæðinu. Ljóst er að skoðanir eru skiptar um hverjir eigi að hafa aðgang að perlum af ýmsum toga sem finna má á landinu. Náttúruunnendur óttast troðning í ljós aukins fjölda ferðamanna sem sér ekki fyrir endann á.Páll Ásgeir Ásgeirsson.Vísir/HeiðaLeyndu staðnum í árbókinni 2010 Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og náttúruunnandi sem gefið hefur út göngubækur hér á landi, er gagnrýninn á umfjöllun gærkvöldsins eins og Stundin greindi frá í morgun. „Menn hafa lengi vitað um náttúruperluna sem upptök Rauðufossakvíslar við Dómadal eru. Þetta er þó staður sem myndi missa mikið af töfrum sínum ef örþunn mosabreiðan yrði útsporuð af fótsporum fjöldans. Ég hef mjög sjaldan séð myndir opinberlega af þessum stað og veit t.d. að þeim var sleppt þegar Ólafur Örn Haraldsson skrifaði frábæra árbók Ferðafélags Íslands um þetta svæði 2010. Það ríkti eins konar samstaða meðal útivistarfólks og staðkunnugra um að best væri að hafa þetta svona, að hafa þennan stað sem hálfopinbert leyndarmál,“ skrifar Páll Ásgeir. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum Ólafur Örn svarar Páli Ásgeiri og tekur undir hans sjónarmið.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður.vísir/GVA„Af ásettu ráði hefur verið þagað yfir uppsprettunni, bæði í árbók FÍ 2010 og bók Guðna Olgeirssonar um þessar slóðir sem Ferðafélagið gaf út. Ég hef líka alltaf verið hugsi yfir að við birtum Græna hrygg í árbókinni. Umhverfi uppsprettunnar þolir bókstaflega engan ágang,“ segir Ólafur. „Þarna hafa ferðamenn dregið skó af fótum sér til að spilla sem minnst. Samt sér nú þegar á ofurviðkvæmum gróðri og annarri náttúru.Við höfum velt fyrir okkur af stofna nokkurs konar verndar- og hollvinasamtök um þessa staði þ.e. uppsprettuna og Græna hrygg.“ Hafa þurfi fjallmenn á Landmannaafrétti með í ráðum. „Þeir hafa manna lengst vitað af þessum stöðum og ekki sagt frá þeim. Auðvitað var ekki við því að búast að þetta gæti farið algerlega leynt en við litum svo á að ekki væri ástæða til að auglýsa staðinn,“ segir Ólafur Örn.Helgi Seljan.Vísir/Páll BergmannEngum treystandi nema þeim sem greiða árgjaldið Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gefur ekki mikið fyrir sjónarmið þeirra sem vilja halda umræddum stöðum leyndum. „Ferðafélagsfólk er hundfúlt yfir því að einhver leynistaður þeirra við einhvern foss skuli hafa verið sýndur í sjónvarpinu. Og taka það sérstaklega fram að þess hafi jafnvel verið svo vel gætt að halda honum vandalega frá öðrum en innmúruðum að ákveðið hafi verið að sumarbústaðavörðurinn á Þinvöllum héldi honum leyndum þegar hann skrifaði bók ferðafélagsins,“ segir Helgi gagnrýninn. „Það er nefnilega engum treystandi til að ganga vel um landið nema þeim sem borga árgjald Ferðafélags Íslands.“ Ekki náðist í Láru Ómarsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Hér má sjá innslagið í Ferðastiklum gærkvöldsins en fjallað er um Rauðfossakvísl eftir um 44 mínútur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Reyndir leiðsögumenn telja að þar hafi náttúrunni verið gerður mikill grikkur en til þessa hefur verið þegjandi samkomulag um að skrifa og birta sem allra fæstar myndir af perlunni, Rauðufossakvísl. Málið er til umræðu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook þar sem Árni Tryggvason leiðsögumaður vekur máls á umfjölluninni, og sitt sýnist hverjum. Árni segir einn leyndardómsfyllsta stað landsins hafa verið afhjúpaðan. Vandamálið er óttinn um átroðning ferðamanna á viðkvæmum svæðum, eitthvað sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár með auknum fjölda gesta að utan. Google leit leiðir í ljós að eitthvað hefur verið um myndbirtingar af fossinum á innlendum sem erlendum síðum en ljóst er sömuleiðis að meðalmaðurinn þekkir ekki til þessarar náttúruperlu.Árni Tryggvason.Mynd/ÁrniGagntekinn af fegurðinni „Sjálfur kom ég þar í fyrsta sinn sl. sumar og var einn á ferð. Ég fullyrði að ég varð gagntekinn af fegurð staðarins og gætti þess eftir að heim var komið að segja engum frá staðsetningunni og þær myndir sem ég birti gáfu ekki vísbendingar um staðsetninguna. Þetta hafa verið óskrifuð lög þeirra sem þar hafa komið í gegnum tíðina,“ segir Árni sem ákvað að birta nú myndir af kvíslinni, bæði í fyrrnefndum hópi áhugamanna um ferðamennsku og á eigin vegg. „Í kvöld gerðist það að leyndin var rofin og búast má við stórauknum straum fólks á þennan ofurviðkvæma stað í kjölfarið. Þetta er samt vart á færi annarra en gönguvanra og sem betur fer liggur enginn vegur þar að. En nú verða aðilar í ferðaþjónustu að sverja þess eið, að fara ekki þarna með hópa og ekki undir neinum kringumstæðum skipuleggja þangað ferðir.“ Þá er til umræðu í hópnum að Lára hafi gengið utan stíga. Gerði hópur ferðamanna slíkt hið sama þá yrði svæðið fyrir miklum skemmdum.Dómadalsleið.Kort/Nat.isOf viðkvæmur staður Árni segir staðinn of viðkvæman og sum svæði eigi einfaldlega ekki að leggja undir ferðamennsku þó önnur beri það vel. „Höfum það þannig áfram að þeir sem hafa getu, bæði til göngu og til að rata verði þeir sem berji dýrðina augum, en þurfi þá jafnframt að miðla öðrum af nærgætni. Enn finnast staðir sem þessir og þagnarmúrarnir um þá munu hækka og styrkjast bregðist fólk á þessu prófi.“ Leiðsögumaðurinn minnir þó á að mikilvægt geti verið að fólk verði meðvitað um náttúruperlur sem þessar svo þær verði ekki virkjunum og lónum þeirra að bráð. Eins og hafi verið tilfellið þegar Kárahnjúkavirkjun varð að veruleika. „En höfum í huga að í námunda við þennan stað er svæði sem orkufyrirtæki hafa ásælst en er nú í friðunarflokki. Það er lítil pólitísk ákvörðun að aflétta því. En þessi staður er í beinni línu á milli þess jarðhitasvæðis og stærsta orkuverasvæðis landins, þannig að þarna yrði línulögn ekki óhugsandi. Já og því þætti „orkumönnum“ sjálfsagt að spilla svæðinu þar sem „svo fáir þekkja það.“Jason Momoa í pottinum á Gjögri.Regluleg umræða Umræða um náttúruperlur á Íslandi og leynimakk til að varðveita þær betur kemur reglulega upp. Þannig hafa ekki allir verið sáttir við útgáfu bókarinnar Heitar laugar á Íslandi. Einnig hafa heimamenn í Gjögri á Ströndum ekki verið sáttir við heimsókn ókunnugra, hvort sem er Hollywood-stjarna eða annarra, í forlátan heitan pott á svæðinu. Ljóst er að skoðanir eru skiptar um hverjir eigi að hafa aðgang að perlum af ýmsum toga sem finna má á landinu. Náttúruunnendur óttast troðning í ljós aukins fjölda ferðamanna sem sér ekki fyrir endann á.Páll Ásgeir Ásgeirsson.Vísir/HeiðaLeyndu staðnum í árbókinni 2010 Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður og náttúruunnandi sem gefið hefur út göngubækur hér á landi, er gagnrýninn á umfjöllun gærkvöldsins eins og Stundin greindi frá í morgun. „Menn hafa lengi vitað um náttúruperluna sem upptök Rauðufossakvíslar við Dómadal eru. Þetta er þó staður sem myndi missa mikið af töfrum sínum ef örþunn mosabreiðan yrði útsporuð af fótsporum fjöldans. Ég hef mjög sjaldan séð myndir opinberlega af þessum stað og veit t.d. að þeim var sleppt þegar Ólafur Örn Haraldsson skrifaði frábæra árbók Ferðafélags Íslands um þetta svæði 2010. Það ríkti eins konar samstaða meðal útivistarfólks og staðkunnugra um að best væri að hafa þetta svona, að hafa þennan stað sem hálfopinbert leyndarmál,“ skrifar Páll Ásgeir. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum Ólafur Örn svarar Páli Ásgeiri og tekur undir hans sjónarmið.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður.vísir/GVA„Af ásettu ráði hefur verið þagað yfir uppsprettunni, bæði í árbók FÍ 2010 og bók Guðna Olgeirssonar um þessar slóðir sem Ferðafélagið gaf út. Ég hef líka alltaf verið hugsi yfir að við birtum Græna hrygg í árbókinni. Umhverfi uppsprettunnar þolir bókstaflega engan ágang,“ segir Ólafur. „Þarna hafa ferðamenn dregið skó af fótum sér til að spilla sem minnst. Samt sér nú þegar á ofurviðkvæmum gróðri og annarri náttúru.Við höfum velt fyrir okkur af stofna nokkurs konar verndar- og hollvinasamtök um þessa staði þ.e. uppsprettuna og Græna hrygg.“ Hafa þurfi fjallmenn á Landmannaafrétti með í ráðum. „Þeir hafa manna lengst vitað af þessum stöðum og ekki sagt frá þeim. Auðvitað var ekki við því að búast að þetta gæti farið algerlega leynt en við litum svo á að ekki væri ástæða til að auglýsa staðinn,“ segir Ólafur Örn.Helgi Seljan.Vísir/Páll BergmannEngum treystandi nema þeim sem greiða árgjaldið Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gefur ekki mikið fyrir sjónarmið þeirra sem vilja halda umræddum stöðum leyndum. „Ferðafélagsfólk er hundfúlt yfir því að einhver leynistaður þeirra við einhvern foss skuli hafa verið sýndur í sjónvarpinu. Og taka það sérstaklega fram að þess hafi jafnvel verið svo vel gætt að halda honum vandalega frá öðrum en innmúruðum að ákveðið hafi verið að sumarbústaðavörðurinn á Þinvöllum héldi honum leyndum þegar hann skrifaði bók ferðafélagsins,“ segir Helgi gagnrýninn. „Það er nefnilega engum treystandi til að ganga vel um landið nema þeim sem borga árgjald Ferðafélags Íslands.“ Ekki náðist í Láru Ómarsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Hér má sjá innslagið í Ferðastiklum gærkvöldsins en fjallað er um Rauðfossakvísl eftir um 44 mínútur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira