Hver hefur eftirlit með eftirlitsaðilanum? Ástfríður Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun