Dagur íslenskrar tónlistar? Sigurgeir Sigmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun