Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:00 Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15
Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29