Hallgrímskirkjuklukkur hringja hvorki inn jól né nýtt ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 12:30 Ekki er vitað hvenær hægt verður að skipta út búnaðnum, að sögn framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju. vísir/anton brink Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50