Hlýindin hafa áhrif á síldina Svavar Hávarðsson skrifar 10. desember 2016 07:15 Sjómenn þurftu mikið að hafa fyrir því að veiða síldarkvóta sína. vísir/Vilhelm Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira