Meiri aðsókn í Kvennaathvarfið um jólahátíðina Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 14:40 „Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður. Vísir/GVA Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður. Jólafréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður.
Jólafréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira