Köfunarslys varð í Silfru á Þingvöllum á tólfta tímanum í dag. Tilkynning um slysið barst neyðarlínunni um klukkan tólf í dag og er líðan þess slaðasaða eftir atvikum að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.
Lögregla og sjúkraflutningsmenn mættu á svæðið um klukkan hálf eitt og eru við störf á vettvangi við afar krefjandi aðstæður sökum veðurhæðar. Upp úr klukkan eitt var verið að meta hvort rétt væri að aka til höfuðborgarinnar í veðrinu sem gengur yfir en afar hvasst er á Mosfellsheiði eins og víða um land.
Fréttin var uppfærð klukkan 13:07
Köfunarslys í Silfru
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
