Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að unnið sé að því að losa bílana.

Veginum hefur nú verið lokað og hvetur Þorsteinn fólk til þess að fylgjast vel með veðurspám og vef Vegagerðarinnar, en slæmu veðri er spáð í dag og á morgun.
„Björgunarsveitarmenn í Vík voru að fá beiðni um aðstoð austan Víkur. Þar er líka töluverður þæfingur og einhverjir bílar í vandræðum. En þetta er bara veruleikinn hjá sjálfboðaliðum okkar sem leggja á sig töluvert erfiði og þá skiptir engu máli hvaða dagur er. En við skulum vona að það sé enn ylur á kakó-inu þegar þeir koma í hús,” segir Þorsteinn.
Búist er við stormi suðaustan- og norðvestantil í dag og einnig syðst á landinu í kvöld. Útlit er fyrir skaplega veður í stutta stund í fyrramálið en ný lægð kemur upp að landinu úr suðri síðdegis á morgun.