Innlent

Jólatónleikar Fíladelfíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árlegir jólatónleikar Fíladelfíu verða í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi á aðfangadagskvöld klukkan 23. Tónleikarnir voru haldnir í byrjun desember en þeir eru orðnir hluti af jólahaldi margra.

Gospelkór Fíladelfíu kom fram undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt einvala liði hljóðfæraleika leika lykilhlutverk á tónleikunum. Þá fékk kórinn til liðs við sig gestasöngvara eins og undanfarin ár en á meðal þeirra sem komu fram í ár voru þau Jón Jónsson og Jóhanna Guðrún.

Flutt voru þekkt jólalög ásamt nýju efni sem boða frið og kærleika fyrir alla, en tónleikarnir eru haldnir til þess að safna fé til góðgerðarmála. Nokkrar milljónir söfnuðust og nutu Hjálpræðisherinn og Samhjálp meðal annars góðs af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×