Svartir sauðir selja jólarjúpur á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 24. desember 2016 07:00 Rjúpan er ómissandi á borðum fjölda landsmanna um jólin. Nordicphotos/Getty Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólafréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira