Norsk fangelsismálayfirvöld hafa gert breytingar sem snúa að aðstæðum Anders Behring Breivik í fangelsi þar sem hann afplánar dóm fyrir hryðjuverkaárásina í Ósló og Útey árið 2011 þar sem hann drap 77 manns.
NRK segir frá þessu. Breivik hefur búið við mikla einangrun og komst norskur dómstóll að þeirri niðurstöðu í vor að yfirvöld brytu að hluta á mannréttindum fangans.
Bæði norska ríkið og Breivik hafa áfrýjað dómnum.
Þær breytingar verða nú gerðar að rimlar verði milli Breivik og lögfræðings hans þegar þeir ræða saman, í stað glerveggjar. Þetta kemur fram í gögnum sem voru gerð opinber í dag.
Breivik mun jafnframt fá aukna möguleika á að hreyfa sig og dvelja undir berum himni á fangelsislóðinni.
Breytingar á aðstæðum Breivik í fangelsinu

Tengdar fréttir

Réttarhöld í máli Breivik í beinni: Sakar norsk yfirvöld um mannréttindabrot
Anders Behring Breivik sakar yfirvöld um mannréttindabrot með því að halda honum í einangrun og lýsir aðstæðum sínum í fangelsinu sem pyndingum.

Breivik sakar stjórnvöld um mannréttindabrot
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kemur fyrir rétt síðar í dag þar sem mál hans gegn stjórnvöldum verður tekið fyrir.

Norska ríkið brýtur gegn mannréttindum Anders Breivik
Norska ríkið hefur brotið gegn mannréttindum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í fangelsi.