Handbolti

Janus Daði búinn að semja við Álaborg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Janus Daði í búningi Álaborgar.
Janus Daði í búningi Álaborgar. mynd/álaborg
Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð.

Félagið tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Janus Daða og hann mun ganga í raðir félagsins næsta sumar.

Þar mun hann hitta fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson og leikmennina Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson. Álaborg er í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Janus Daði spilaði sem unglingur með liði Árósa og þekkir því vel til í Danmörku.

Þessi skemmtilegi 22 ára gamli leikmaður verður svo væntanlega á ferðinni með landsliðinu í dag er það mætir Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×