Munu þessi frægu orð Barkley um Angóla eiga við í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:30 Íslenska handboltalandsliði og Barkley. Vísir/Samsett/Getty Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Ísland mætir Angóla á HM í handbolta í kvöld og ætti að ná þar í fyrsta sigur sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Það voru samt engin Charles Barkley stælar í strákunum okkar fyrir leikinn. Charles Barkley hefur látið margt flakka í gegnum árum og kjafturinn á honum var alltaf í aðalhlutverki á hans ferli og svo enn meira eftir að ferlinum lauk. Eitt af frægari ummælum Charles Barkley voru fyrir fyrsta leik bandaríska draumaliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Charles Barkley var þá mættur til Spánar með bestu körfuboltamönnum heims en NBA-leikmenn fengu þá í fyrsta sinn að vera með á Ólympíuleikum. Bandaríkjamenn voru þá með Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, David Robinson, Karl Malone og Scottie Pippen í sama liði og upptalningunni er langt í frá að vera lokið. Í liðinu voru einnig Patrick Ewing, Clyde Drexler, John Stockton, Chris Mullin, Christian Laettner og svo að sjálfsögðu Barkley sjálfur. Fyrsti leikurinn á mótinu var síðan leikur á móti Afríkuríkinu Angóla og fyrsta spurning til Barkley var hvað hann vissi um lið Angóla. Svar Charles Barkley var stutt og laggott: „Ég veit ekkert um Angóla en það eina sem ég veit er að Angóla á von á vandræðum,“ sagði Charles Barkley. Bandaríska landsliðið vann leikinn með 68 stiga mun (116-48) og skoraði um tíma 46 stig gegn einu. Eina stig Angólamanna á þeim tíma kom á vítalínunni eftir að Charles Barkley fékk á sig óíþróttamannslega villu. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu í leiknum með 24 stig og auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Michael Jordan lét sér nægja að skora 10 stig en var með 8 stolna bolta. Karl Malone var næststigahæstur með 19 stig. Enginn íslensku landsliðsmannanna í handbolta kom skiljanlega með „Charles Barkley“ ummæli um Angóla í gær en íslenska landsliðið mætir einmitt Angóla á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á móti og hann ætti að koma í kvöld á móti langlélegasta liði riðilsins. Íslendingar vona því að Angóla eigi von á vandræðum í Metz höllinni í kvöld. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með þessum heimsfrægu ummælum Charles Barkley frá sumrinu 1992.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira