Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Arnar Björnsson skrifar 11. janúar 2017 14:00 Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira