Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Arnar Björnsson skrifar 11. janúar 2017 14:00 Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira