Handbolti

Fyrirliðinn missti föður sinn: Uwe kemur til baka þegar hann treystir sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Uwe Gensheimer.
Uwe Gensheimer. Vísir/Getty
Uwe Gensheimer, einn besti hornamaður heims og fyrirliði þýska landlsiðsins í handbolta, varð fyrir áfalli á dögunum er faðir hans féll skyndilega frá.

Hann missti af síðasta æfingaleik Þýskalands fyrir HM, er lærisveinar Dags Sigurðssonar unnu öruggan sigur á Austurríki, 33-16.

„Hann kemur til baka þegar hann treystir sér til,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla spurður um mögulega þátttöku Gensheimer á HM í Frakklandi. Gensheimer var ekki með í för þegar þýska liðið hélt af stað til Frakklands í hádeginu.

„Þetta var áfall fyrir okkur alla. Hugur okkar er hjá honum og fjölskyldu hans,“ bætti Dagur við.

Dagur fer eins og er með fimmtán leikmenn til Frakklands og halda einu sætu opnu eins og er. Þýskaland mætir Ungverjaland í fyrsta leik sínum á HM á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×