Sjö nýir ráðherrar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Ráðherrar Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira