Innlent

Ítar­lega fjallað um heim­sókn Guðna á DR1: Frið­rik Weisshappel á meðal á­lits­gjafa í myndveri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni og Margrét Þórhildur í Konungsbókhlöðunni í gær.
Guðni og Margrét Þórhildur í Konungsbókhlöðunni í gær. vísir/epa

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og fróðlegt. Hennar hátign drottningin er mjög góður gestgjafi og hefur í einlægni áhuga á íslenskri sögu og samtíð þannig að það hefur verið gaman og heiður að vera í návist hennar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í gær en nú stendur yfir opinber heimsókn forsetans og Elizu Reid, konu hans í Danmörku.

Það er þétt dagskrá hjá Guðna og Elizu í heimsókninni sem hófst í gær og lýkur á morgun. Í spilaranum hér að neðan má sjá athöfn frá því í gær úr Konungsbókhlöðunni þar sem var dagskrá helguð handritum og fornsögum. Við það tækifæri afhenti forsetinn veglega bókagjöf, eða alls 700 eintök af nýrri heildarútgáfu Íslendingasagna í danskri þýðingu sem fara á skólabókasöfn víðs vegar um Danmörku.

Hér að neðan má svo sjá ítarlega umfjöllun danska ríkisútvarpsins um heimsókn forsetahjónanna þar sem meðal annars er rætt við Friðrik Weisshappel en hann hefur verið búsettur í Danmörku í mörg ár þar sem hann hefur rekið kaffihús undir merki Laundromat í Kaupmannahöfn. Þá má jafnframt sjá upptöku frá útsendingu DR1 frá upphafi hátíðarkvöldverðar sem haldinn var í Amalíuborg í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg

Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×