Lektor í HÍ segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra en fyrir börnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 19:00 Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira
Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sjá meira