Börsungar niðurlægðir í borg ástarinnar á Valentínusardaginn | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 21:45 Ángel Di María fagnar fyrra marki sínu. Vísir/afp Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir fyrri leikinn gegn Barcelona í 16 liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frakklandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Spánarmeistarana með 4-0 sigri á sjálfan Valentínusardaginn í borg ástarinnar. PSG-liðið var betra frá upphafi til enda og verðskuldaði sigurinn. Fyrrverandi Real Madrid-maðurinn Ángel Di María kom PSG yfir á 18. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu og þýski miðjumaðurinn Julian Draxler tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu leiksins. Draxler er búinn að byrja frábærlega hjá PSG en hann var keyptur til liðsins í janúar frá Wolfsburg. Þetta er fimmta markið hans í átta leikjum síðan hann gekk í raðir Frakklandsmeistaranna í byrjun árs. Barcelona var enn þá inn í einvíginu og rúmlega það þrátt fyrir að vera bara 2-0 undir en Katalóníuliðið náði sér aldrei í gang og fékk á sig tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik. Ángel Di María skoraði aftur með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að heimamenn unnu boltann á miðjum vellinum og þeyttust fram. Edison Cavani innsiglaði svo 4-0 sigur með góðu skoti úr teignum og þar við sat. Samuel Umtiti var hársbreidd frá því að minnka muninn í 4-1 þegar skalli hans small í sláni en ljóst er að Börsungar eru heldur betur með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Barcelona frá upphafi í Meistaradeildinni. Börsungar töpuðu 4-0 fyrir Bayern 2013 og einnig með sama mun í frægum úrslitaleik á móti AC Milan árið 1994.1-0, Ángel Di María kemur PSG yfir: 2-0, Julian Draxler tvöfaldar forskot PSG: 3-0, Ángel Di María skorar aftur: 4-0, Edison Cavani skorar fjórða mark PSG: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir fyrri leikinn gegn Barcelona í 16 liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frakklandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Spánarmeistarana með 4-0 sigri á sjálfan Valentínusardaginn í borg ástarinnar. PSG-liðið var betra frá upphafi til enda og verðskuldaði sigurinn. Fyrrverandi Real Madrid-maðurinn Ángel Di María kom PSG yfir á 18. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu og þýski miðjumaðurinn Julian Draxler tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu leiksins. Draxler er búinn að byrja frábærlega hjá PSG en hann var keyptur til liðsins í janúar frá Wolfsburg. Þetta er fimmta markið hans í átta leikjum síðan hann gekk í raðir Frakklandsmeistaranna í byrjun árs. Barcelona var enn þá inn í einvíginu og rúmlega það þrátt fyrir að vera bara 2-0 undir en Katalóníuliðið náði sér aldrei í gang og fékk á sig tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik. Ángel Di María skoraði aftur með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að heimamenn unnu boltann á miðjum vellinum og þeyttust fram. Edison Cavani innsiglaði svo 4-0 sigur með góðu skoti úr teignum og þar við sat. Samuel Umtiti var hársbreidd frá því að minnka muninn í 4-1 þegar skalli hans small í sláni en ljóst er að Börsungar eru heldur betur með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Barcelona frá upphafi í Meistaradeildinni. Börsungar töpuðu 4-0 fyrir Bayern 2013 og einnig með sama mun í frægum úrslitaleik á móti AC Milan árið 1994.1-0, Ángel Di María kemur PSG yfir: 2-0, Julian Draxler tvöfaldar forskot PSG: 3-0, Ángel Di María skorar aftur: 4-0, Edison Cavani skorar fjórða mark PSG:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira